[Gandur] Ljáðu þeim eyra 27. nóvember

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Wed Nov 26 12:47:49 GMT 2008


*Ljáðu þeim eyra*

*2. samræðusamkoma Súfistans og ReykjavíkurAkademíunnar*

*Átök og ofsi höfðingjanna.  Sturlungaöld I og II.
*


* *

Við lifum á einkennilegum tímum.  Árum saman höfum við lifað við stríð 
milli æðstu valdsmanna landsins. Að vísu leyfast ekki brennur og 
manndráp í samtímanum en öll orðræða gefur tóninn, bók Guðjóns 
Friðrikssonar hefur til dæmis verið kölluð "stríðsyfirlýsing við Davíð 
Oddsson" og háttvirtur alþingismaður talar um "fíflið á Bessastöðum".

Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum verður samræðusamkoma undir 
heitinu *Ljáðu þeim eyra* klukkan 20 í Súfistanum. Þar munu  tveir 
höfundar kynna bækur sínar og einn framsögumaður frá 
ReykjavíkurAkademíunni spjalla um þema sem tengist bókunum út frá sínum 
sjónarhóli. Tónlist verður í umsjá Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. 
Síðan verða almennar samræður og gestir hvattir til að leggja orð í belg.

 

*Þriðja samræðustundin verður fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20 *og* 
*hefst með spjalli *Árna Daníels Júlíussonar* sagnfræðings. Síðan kynna 
tveir höfundar verk sín:

*Guðjón Friðriksson: */Saga af forseta/*/ /*

*Einar Kárason:  */Ofsi/

Á eftir framsögu og bókakynningum verða samræður fram eftir kvöldi.


*The Reykjavik Academy*

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>
Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list