[Gandur] 21 Manns saknað - einleikur

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Sun Nov 23 13:49:48 GMT 2008


21 Manns saknað - einleikur í Saltfisksetrinu í Grindavík, Hafnargötu  
12a
Einleikur um epíska ævi Séra Odds V. Gíslasonar mesta braskmennis  
síns tíma.
Á seinni hluta nítjándu aldar, þegar stór hluti þjóðarinnar bjó enn í
torfkofum og sjómenn réru á opnum bátum var prestur suður í Staðarsókn í
Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslendingar stæðu utan við þá
iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu. Það var Séra Oddur V.
Gíslason.

21 Manns saknað segir frá Séra Oddi og þeim framúrstefnulegum verkefnum
sem hann tók sér fyrir hendur: lýsisbræðslu á Höfnum,
brennisteinsnámuvinnslu í Krýsuvík, kolanámuvinnu við Hreðavatn,
baráttunni við fátæktina og bakkus. Hann var maðurinn sem lagði grunninn
að slysavörnum á Íslandi, kom út  fyrstu kennslubók í ensku fyrir
Íslendinga og þá stóð hann fyrir einu frægasta brúðarráni á  
Íslandi... en
aldrei hélst honum á peningum. Maðurinn sem barðist við að bjarga  
heiminum
allt sitt líf.

Leikari: Víðir Guðmundsson Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynda -
og búningahönnun: Eva Vala Guðjónsdóttir Dramatúrg: Guðmundur  
Brynjólfsson
Handrit: Guðmundur Brynjólfsson Bergur Þór Ingólfsson Víðir Guðmundsson
Framkvæmdastjórn: Sólveig Guðmundsdóttir
Sýningin er sett upp í samstarfið við Grindavíkurbæ og Bláa Lónið.

Sjá nánar um sýningar og tengd tilboð á www.grindavik.is eða midi.is  
og í
Saltfisksetrinu s. 4201190



More information about the Gandur mailing list