[Gandur] Ljáðu þeim eyra á fimmtudagskvöldum. Fyrsta samræðustund 13. nóv kl. 20

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Wed Nov 12 12:12:09 GMT 2008


/Fréttatilkynning/

 
*Ljáðu þeim eyra*

Kaffihúsið Súfistinn á annarri hæð í Iðuhúsinu Lækjargötu 2 A í 
Reykjavík og ReykjavíkurAkademían hafa tekið upp samstarf með það fyrir 
augum að skapa notalegan samræðuvettvang í hringiðu atburðanna, þar sem 
samræður og tónlist fléttast við bókaflóðið.

Markmiðið með þessu samstarfi er að bæta samræðu- og kaffihúsamenningu 
og stefna saman ólíkum sjónarhornum.

 
Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum verður samræðusamkoma undir 
heitinu *Ljáðu þeim eyra* klukkan 20 í Súfistanum. Þar munu  tveir 
höfundar lesa úr bókum sínum og einn framsögumaður frá 
ReykjavíkurAkademíunni spjalla um þema sem tengist bókunum út frá sínum 
sjónarhóli. Tónlist verður í umsjá Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. 
Síðan verða almennar samræður

 
*Fyrsta samræðustundin verður fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl. 20. *

Það hefst með spjalli Þuríðar Hjálmtýsdóttur sálfræðings í 
ReykjavíkurAkademíunni og síðan kynna tveir heimspekingar bækur sínar:

 
Gunnar Hersveinn kynnir bókina /Orðspor/

Vilhjálmur Árnason kynnir bók sína /Farsælt líf -- réttlátt samfélag / 

 
Samræðustjóri verður Clarence E. Glad guðfræðingur, stjórnarformaður RA.

*The Reykjavik Academy*

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>
Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list