[Gandur] Reykjanesfólkvangur - Reykjaneshryggur

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Fri Mar 28 12:39:06 GMT 2008


Reykjanesfólkvangur - Reykjaneshryggur

fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík


Fimmtudaginn 3. apríl frá kl. 20-22 verður áhugavert fræðslukvöld í  
Saltfisksetrinu í Grindavík, Hafnargötu 12a.


Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur fjallar um  
Reykjanesfólkvang sem er um 300 km2 að stærð og langstærsta friðlýsta  
svæðið sinnar tegundar hér á landi. Mikið er um jarðhitasvæði og  
margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Árið 2004 tók Sigrún  
saman mjög ítarlega skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um upphaf  
fólkvangsins og þær væntingar og hugmyndir sem fólk hafði um mikilvægi  
svæðisins og möguleika þess í framtíðinni. Hún mun segja frá  
skýrslunni, niðurstöðum hennar og hugmyndum.


Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun  
Háskólans segir frá rannsóknum á Reykjaneshrygg sem fram fóru sumarið  
2007. Verkefnið hlaut m.a. styrk frá „National Science Foundation“ í  
Bandaríkjum og rannsóknarsjóð Háskóla Íslands. Notast var við  
sérhannað skip, R/S Knorr, til jarðfræðilegra rannsókna á sjó.  
Leiðangrinum lauk 15 júlí ´07 og var gagnasöfnunin mjög árangursrík. Í  
leiðangrinum var lokið við að kortleggja Reykjaneshrygginn upp að  
landgrunnsbrún. Þá kom meðal annars í ljós gríðarmikil megineldstöð í  
landgrunnsbrúninni, sem nefnd hefur verið Njörður. Megineldstöðin er á  
stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Fróðlegt verður að heyra  
dr. Ármann segja frá leiðangrinum og ná fram umræðum um þessa  
mikilvægu fiskislóð Íslendinga.


Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

kveðja
Sigrún Jónsd. Franklín
verkefnastjóri
gsm 6918828

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name:  fr??slukv?ld ? Saltf..doc00
Type: application/octet-stream
Size: 21504 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080328/2e77b940/frslukvldSaltf.-0001.obj
-------------- next part --------------










More information about the Gandur mailing list