RE: [Gandur] Gyðjurnar í mýrunum

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir sigga at likan.com
Tue Mar 25 01:23:02 GMT 2008


Hvar er fyrirlesturinn haldinn? Kveðja Hrefna S. Bjartmarsdóttir


-----Original Message-----
From: gandur-bounces at hi.is [mailto:gandur-bounces at hi.is] On Behalf Of Eydís
Björnsdóttir
Sent: 24. mars 2008 13:48
To: gandur at hi.is
Subject: [Gandur] Gyðjurnar í mýrunum

Terry Gunnell flytur erindið Gyðjurnar í mýrunum sem fjallar um tengsl
norrænna gyðja við mýri og vötn, og af hverju mýrarfórnir í Skandinavíu
virðast hafa horfið um 500 eftir Krist. Einnig verður íhugað af hverju svo
fá örnefni eru eftir sem styðja slík tengsl. Hefst klukkan 17:15
fimmtudaginn 27. mars. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.

Mýrarfórnir urðu almennar í Skandinavíu á bronsöld, sem var á tímabilinu
1800-500 fyrir Krist, og voru algengar um langt skeið eftir það, Um 500
eftir Krist byrjuðu fórnirnar allt í einu að færast úr jaðarsvæðum í
náttúrunni þar sem byggðir áttu landamæri yfir í hallir lands- og
svæðahöfðingja. Ýmislegt bendir til þess að mýrarfórnirnar tengist oft
vatnagyðjum, og að í þessum gyðjum megi finna frummyndir þeirra gyðja sem
birtast í seinni tíma goðafræði, eins og Frigg, Sága, örlaganornirnar,
móðir Grendels í Bjólfskviðu og ef til vill Vatnafrú (Lady of the Lake)
Artúrs konungs (í keltneskri trú). Breytingin sem átti sér stað í
trúariðkun um 500 eftir Krist virðist endurspegla mikilvæga breytingu í
valdi kynja á Norðurlöndunum sem greiddi hugsanlega leið fyrir
kristnitöku. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvað lá að baki mýrarfórnum og
um leið hvað getur hafa orðið til þess að þær hurfu svona skyndilega.
Meðal annars verður rætt um skort á örnefnum sem tengjast gyðjum í
Norðurlöndunum.
Terry er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hans eru
Norræn trú og helgisiðir, skandinavískar þjóðsagnir og siðir,
alþýðuleiklist og samanburðarþjóðsagnafræði.













More information about the Gandur mailing list