[Gandur] Hver gætir hagsmuna minna? Örn Hrafnkelsson flytur fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands 11. mars klukkan 12:05

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Mar 7 16:22:02 GMT 2008


Hver gætir hagsmuna minna?
Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu
11. mars klukkan 12:05

Þriðjudaginn 11. mars klukkan 12:05 flytur Örn Hrafnkelsson fyrirlesturinn 
Hver gætir hagsmuna minna? í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er 
hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands annan hvern 
þriðjudag. 

Örn Hrafnkelsson er forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands - 
Háskólasafns og ætlar í fyrirlestrinum að fjalla um söfnun, notkun, 
varðveislu og aðgengi að einkaskjalasöfnum í Landsbókasafni. Í 
handritadeildinni eru varðveitt margvísleg persónuleg gögn frá síðustu 
öldum, sendibréf, dagbækur og handrit.

Örn er með MA í sagnfræði MPA í opinberri stjórnsýslu.

Þetta verður vafalaust áhugavert og skemmtilegt en fyrirlestrarsalur 
Þjóðminjasafnsins fyllist jafnan af fólki þegar Sagnfræðingafélagið heldur 
fyrirlestra.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is


 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080307/f62bb08e/attachment.html


More information about the Gandur mailing list