[Gandur] Tvö-þúsund-og-átta. Sýning á ljósmyndum Veru Pálsdóttur opnuð á Safnanótt 8. feb. kl. 20

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Feb 5 16:13:38 GMT 2008


Tvö-þúsund-og-átta 
Sýningaropnun í Þjóðminjasafni Íslands á Safnanótt 8. febrúar klukkan 20
Sýningin Tvö-þúsund-og-átta verður opnuð á Veggnum í Þjóðminjasafninu á 
Safnanótt 8. febrúar klukkan 20. Á sýningunni má sjá glænýjar ljósmyndir 
Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og fríkuðum fastagestum á 
skemmtistaðnum Sirkus. Vera hefur starfað sem ljósmyndari á annan áratug 
og unnið með ýmsum þekktum ljósmyndurum, bæði innan lands og utan. 
Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar átti að loka Sirkus. Aðstandendum 
þessa litríka staðar langaði til að gera þar myndaþátt og hefur Veru 
Pálsdóttur nú tekist að fanga fatatísku staðarins með ljósmyndavélinni. 
Allir sem að verkefninu komu eru fastagestir á Sirkus.
Myndirnar á sýningunni Tvö-þúsund-og-átta eru ævintýralegar, óvæntar og 
litskrúðugar, - eins og Sirkus.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080205/3a9db268/attachment.html


More information about the Gandur mailing list