[Gandur] AF STAÐ

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Apr 29 08:45:35 GMT 2008


AF STAÐ á Reykjanesið

Fimm gönguferðir í maí


Síðastliðin tvö sumur hefur verið boðið upp á gönguverkefnið AF STAÐ á  
Reykjanesið -  gönguferðir með leiðsögn um gömlu þjóðleiðirnar á   
Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks  
mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans.

Í maí verður boðið upp á fimm menningar- og sögutengdar gönguferðir um  
hluta af gömlu þjóðleiðunum  í upplandi Hafnarfjarðar. Ferðirnar verða  
á laugardögum frá 3.- 31. maí og byrja kl. 11.


Ferðir dagsetn.  þjóðleið     upphafsstaður – áfangastaður    km


1. ferð:  3. maí, Selvogsgata. Bláfjallaleið/slysavarnarskýli –  
Kaldársel.  7 km


Upphafsstaður:  Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er  
að skilti sem á stendur Bláfjöll, beygið þar til vinstri og akið í um  
10 mín. til móts við slysavarnarskýli sem er ofar, hægra megin við  
veginn.

2. ferð: 10. maí, Ketilsstígur. Djúpavatnsleið – Krýsuvík, Sveinshús.  
7 km


Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði að skilti þar sem á  
stendur Djúpavatn, beygið þar til hægri og akið að gulum stikum  
merktar Ketilstíg.


3. ferð:  17. maí, Alfaraleið. Hvassahraun – Straumur. 7 km


Upphafsstaður: Akið Reykjanesbraut að skilti þar sem á stendur  
Hvassahraun, þar er ekin slaufa undir veginn að bílastæði og  
áningarborði rétt hjá.

4. ferð:  24. maí, Stórhöfðastígur. Djúpavatnsv./Undirhlíðav. –  
Hvaleyrav. skátask. 9 km


Upphafsstaður:  Akið Krýsuvíkurleið frá Hafnarfirði þar til komið er  
að skilti sem á stendur Djúpavatn.

5. ferð:  31. maí, Selvogsgata. Kaldársel – Hafnarfjörður, Strandberg/ 
Hafnarborg. 9 km


Upphafsstaður: Akið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði eftir skiltum í  
átt að  Kaldárseli.

Leiðsögumenn verða með í för og miðla menningar- og sögutengdum  
fróðleik. Göngurnar  taka 3 – 4 tíma með fræðslustoppum. Hugmyndin er  
að göngufólk fái stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 3 -  
5 gönguferðir er hægt að skila seðlum og vera með í potti sem dregið  
verður úr eftir síðustu gönguna. Þrír vinningar verða í boði,  
útivistarvörur frá Cintamani.

Mæting er við upphafsstað göngu. Ekið verður með þátttakendur í rútu  
til baka. Rútugjald er kr. 500. Frítt fyrir börn. Gönguferðirnar er í  
boði Hafnarfjarðarbæjar. Ferðamálasamtaka Suðurnesja og sjf  
menningarmiðlunar.

  Nánari upplýsingar:

www.sjfmenningarmidlun.is

sjf at internet.is/gsm. 6918828

Bestu kveðjur
Sigrún Jónsd. Franklín
verkefnastjóri
gsm 6918828
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: AF  STA? ? Reykjanesi? ma? ?08x.doc  
Type: application/octet-stream
Size: 33280 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080429/01a1df40/AFSTAReykjanesima08x-0001.obj
-------------- next part --------------










More information about the Gandur mailing list