[Gandur] Menningarbræðingur

Eydís Björnsdóttir eydisb at hi.is
Tue Apr 8 20:04:03 GMT 2008


Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands standa fyrir
nemendaráðstefnunni Menningarbræðingur ásamt málfræðingnum Margréti
Pálsdóttur. Fjölbreytt erindi á dagskrá. Hefst klukkan 17:00 miðvikudaginn
9. apríl í sal HT-102 (Auditorium 1) á Háskólatorgi. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.


Viðauki (fyrir lengri tilkynningar)

Sannkallaður suðupottur menningar í boði fyrir áhugasama. Hagnýt
menningarmiðlun laðar að sér nemendur úr öllum áttum. Ólíkur náms- og
starfsbakgrunnur þeirra endurspeglast í fjölbreyttri dagskrá
ráðstefnunnar, sem er hluti af námskeiðinu Texti og tal - Ritgerð og ræða
í umsjón Margrétar Pálsdóttur. Hún er sjálfstætt starfandi málfræðingur og
hefur komið víða við.

Meðfylgjandi dagskrá er aðeins til viðmiðunar og getur breyst fyrirvaralaust.


„Menningarbræðingur“

17.00 Anna Hinriksdóttir: „Ítalía.“ Suðrænn suðupottur.
17.07 Helga J. Hallbergsdóttir: „Hverjum klukkan glymur.“ Saga
skipsklukku. 17.14 Nanna Gunnarsdóttir: „Þrautir þýðandans.“ Þýtt í
þröngan ramma. 17.21 Helga Garðarsdóttir: „Lýðræðishalli.“ Um
lýðræðisumræðu á Íslandi. 17.28 Eydís Björnsdóttir: „Ólafsvakan.“ Lykill
ferðamanna að færeysku samfélagi?
17.35 Sigrún Ingibjörg Arnardóttir: „Þjóðmenning.“ Færeyski
þjóðbúningurinn. 17.42 Guðfinna Hreiðarsdóttir: „Krossahæðin.“ Kyrrlát
andspyrna trúaðrar þjóðar.
17.49 Sólveig Dagmar Þórisdóttir: „Brúin milli menningar og lista.“ 17.56
Rannveig Guðjónsdóttir. „Bókakaffi.“ Lofsöngur um bók og bolla.

18.03-18.10 Hlé

18.10 Katrín Guðmundsdóttir: „Ævintýri á hjólum.“ Um sögubíl
Borgarbókasafnsins.
18.17 Kristín Jónsdóttir: „Riddarar og hefðarfrúr - hirðleg ást.“
18.24 Magna Guðmundsdóttir: „Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Um
Suzuki-kennslu.
18.31 Magnús Aspelund: „Aðförin“. Pólitísk aðför að atvinnurekanda í
Eyjum. 18.38 Ingibjörg Ólafsdóttir: „Stolt siglir fleyið mitt.“ Ágrip af
sögu þjóðar.
18.45 Rósa Margrét Húnadóttir: „Sjóarinn síkáti.“ „Goðsögn“ sjómannalaga.
18.52 Sigrún Guðnadóttir: „Rokkað í 40 ár.“
18.59 Helga Vollertsen: „Yangtze.“ Frásögn Tíbetfara.

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: menningarbraedingur.doc
Type: application/msword
Size: 30208 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080408/4e080918/menningarbraedingur-0001.doc


More information about the Gandur mailing list