[Gandur] starf við söfnun

Gisli Sigurdsson gislisi at hi.is
Mon Sep 17 09:39:50 GMT 2007


Viðtöl við konur úr kvennabaráttunni

Miðstöð munnlegrar sögu auglýsir eftir einstaklingi til að vinna að  
söfnunarverkefni á vegum Miðstöðvarinnar sem nefnist Minningar úr  
kvennabaráttunni 1965-1980. Verkefnið felst í því að taka viðtöl við  
konur sem voru virkar í kvennabaráttunni á sjöunda og áttunda  
áratugnum, skrá viðtölin, vinna fræðilega úr þeim og gera þau  
aðgengileg til notkunar.

Verkefnið verður mótað og unnið í samvinnu við Miðstöðina og  
Kvennasögusafn Íslands. Viðtölin verða varðveitt í Miðstöð munnlegrar  
sögu og leggur hún til tæki og aðstöðu vegna vinnunnar.

Miðað er við að tekin verði 15-20 viðtöl á tímabilinu október 2007 -  
apríl 2008. Ekki er um launað starf að ræða heldur veitir Miðstöðin  
styrk, að fjárhæð 600 þús. kr., með möguleika á frekara framlagi ef  
peningar fást.

Til greina kemur að nýta verkefnið sem lokaverkefni í framhaldsnámi í  
háskóla.

Áhugasamir hafi samband við Unni Maríu Bergsveinsdóttur, starfsmann  
Miðstöðvar munnlegrar sögu, fyrir  20. september næstkomandi. Hún  
veitir nánari upplýsingar í síma 525 5776 eða með tölvupósti

(munnlegsaga at munnlegsaga.is)


Gísli Sigurðsson
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík

sími: +354 5254013, gsm: +354 6968387
bréfsími: +354 5254035






More information about the Gandur mailing list