[Gandur] Heimildarmenn um sumardvöl barna í sveit

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Wed Oct 3 11:33:08 GMT 2007


Komið þið sæl. 
Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands er með í undirbúningi söfnun heimilda
um sumardvöl barna í sveit. Í þessu sambandi hefur verið tekin saman
spurningaskrá sem fyrirhugað er að senda til fólks sem hefur reynslu af því
að hafa verið í sveit á sumrin. Eitt helsta vandamálið við þessa söfnun er
að hafa uppi á mönnum og konum sem voru í sumardvöl í sveit um eða fyrir
miðbik 20. aldar og síðar (til ca. 2000). Er hugsanlegt að hægt sé að leita
eftir aðstoð ykkar í þessu sambandi? Þekkja einhver ykkar fólk sem sent var
í sveit á sumrin? Þeir sem búa yfir slíkum upplýsingum og vilja koma þeim á
framfæri eru vinsamlegast beðnir um að senda nöfn og heimilisföng fólks til
undirritaðs. Netföng eru einnig vel þegin. 
Bestu kveðjur 
Ágúst Ólafur Georgsson 
fagstjóri þjóðhátta 
Þjóðminjasafni Íslands 
Suðurgata 43 
101 Reykjavík 
sími/tel 530 2200 eða 530 2273 
e-mail:  <mailto:agust at thjodminjasafn.is> agust at thjodminjasafn.is 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071003/09119fdc/attachment.html


More information about the Gandur mailing list