[Gandur] Oddastefna

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon May 7 09:28:11 GMT 2007


Oddastefna, árleg ráðstefna Oddafélagsins, samtaka áhugamanna um  
endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, verður að þessu sinni  
haldin í nýstofnuðu Heklusetri að Leirubakka í Landsveit, Rangárþingi,
laugardaginn 19. maí 2007, kl. 13 – 17.


Dagskrá

Ráðstefnustjóri Oddastefnu 2007:
Drífa Hjartardóttir á Keldum á Rangárvöllum,
varaformaður Oddafélagsins


I. Setning og fyrirlestrar 13:00 - 14:30
Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur:  Líkleg útbreiðsla skóga á  
Íslandi á tímabilinu frá 12. öld til 15. aldar
Hreinn Óskarsson skógfræðingur:  Hekluskógaverkefnið
Þór Jakobsson veðurfræðingur:  Mörk á Landi, blómatími, eyðing og  
vísir að endurreisn


II. Upplyfting  14:30 - 16:00
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir á Leirubakka, íslenskufræðingur,  
forstöðumaður          Hekluseturs, segir frá nýstofnuðu Heklusetri
Kaffiveitingar og Heklusetur skoðað
Guðrún S. Gísladóttir leikkona les upp að eigin vali


III. Fyrirlestrar 16:00 -  17:00
Eiríkur Þormóðsson cand.mag.:  Oddaannálar og Oddaverjaannáll
Sigurður Sigurðarson dýralæknir:  "Er fjárkláðinn úr sögunni?   
Sögulegt yfirlit."


IV.  Ráðstefnuslit um kl. 17.  Óvissuferð upp í Mörk á Landi, vísi að  
fræðslusetri.
Að Oddastefnu lokinni verður Oddastefnugestum boðið í heimleiðinni að  
leggja leið sína slóðina upp Baðsheiði og heimsækja sér til fróðleiks  
Mörk á Landi.


Nánari upplýsingar:
Þór Jakobsson, formaður
thor.jakobsson at gmail.com

Íris Björk Sigurðardóttir, gjaldkeri
iriss at vis.is








More information about the Gandur mailing list