[Gandur] GARÐUR – mannlíf, minjar og menning

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Thu Jun 28 08:28:27 GMT 2007


GARÐUR – mannlíf, minjar og menning

Menningar- og sögutengd  ganga og fræðsla um  Garð (um 1. - 2. tíma  
ferð) í boði Sveitarfélagsins Garðs.
Gangan hefst við Útskálakirkju kl. 11:00, laugardaginn 30. júní.  
Gangan er liður í dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði, sjá  
gardur at sv-gardur.is.
Gengið verður um kirkjugarðinn og fjallað um sr. Sigurð B. Sívertsen  
sem var prestur á Útskálum í hálfa öld. Í  ár eru 120 ár liðin frá  
láti hans. Gengið verður að Skagagarðinum sem talinn er vera allt að  
1000 ára og er enn greinanlegur. Gengið að Draughól og letursteinn  
skoðaður. Þar gæti verið kominn steinn yfir leiði Kristjáns skrifara  
og manna hans; sem voru myrtir af norðanmönnum er hefndu fyrir aftöku  
Jóns Arasonar biskups 1551 og voru grafnir við Kirkjuból. Í lokin  
verður gengið eftir hvítri sandsströndinni að Garðskagavita og  
Byggðasafninu á Garðskaga.
Gangan er greiðfær en að hluta í grasi. Sigrún Jónsd. Franklín,  
leiðsögumaður Reykjaness sér um fræðsluna. Hún mun jafnframt kynna  
nýútkomið rit sitt Sagnaslóðir á Reykjanesi í Byggðasafninu eftir  
gönguna.

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / The Árni Magnússon  
Institute for Icelandic Studies
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík
Sími/Tel.: +354 8680306/+354 5520510
http:www.hi.is~adalh









More information about the Gandur mailing list