[Gandur] Menningareign og munnlegar frásagnir

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Jan 8 12:53:07 GMT 2007


Kæru þjóðfræðingar,

Ég vek athygli á fyrirlestri á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í  
húsi Sögufélagsins við Fischersund, fimmtudagskvöldið 11. janúar kl.  
20.00:

Menningareign og munnlegar frásagnir

Nigel Watson

Mega flytjendur tileinka sér frásagnir og söngva úr hvaða hefð sem  
er? Eru í því fólgnar gripdeildir á óáþreifanlegum menningararfi  
annarra eða er þess háttar tileinkun einmitt frjó rót skapandi  
misskilnings? Í heimi þar sem alþjóðleg valda- og viðskiptatengsl  
minna enn mjög á nýlendutímann krefst saga alþjóðlegra  
menningartengsla nánari rannsóknar sem og sambandið milli ritaðrar og  
munnlegrar sagnahefðar. Gerðust Hómer og Vyasa sekir um ritstuld?  
Eiga þýskumælandi þjóðir ríkara tilkall til þjóðsagnanna sem Grimm- 
bræður ritstýrðu og umbreyttu í sínu safni? Á hverju byggist slíkt  
tilkall? Get ég sem sögumaður frá Wales gert þess háttar tilkall til  
Mabinogi, hins velska sagnakvæðis?

Komið og takið þátt í halda þessum brennheitu boltum á lofti eina  
kvöldstund á meðan við opnum Pandoruskrínið.

Erindið og umræðurnar verða á ensku.

Nigel Watson hefur starfað sem flytjandi, leikhúsmaður,  
tónlistarfræðingur, kennari og kennismiður hér og þar í heiminum í  
fjóra áratugi. Hann bjó á Íslandi 1975 og hefur sótt landið heim  
reglulega síðan, flutt einleiki og sagnakvæði hér og kennir nú í  
janúarmánuði hraðnámskeið um blústónlist og samberandi tónlistarfræði  
við mannfræði- og þjóðfræðiskor Háskóla Íslands. Hann er annars um  
þessar mundir gistikennari við háskólann í Glamorgan og er að skrifa  
doktorsritgerð um samband velskra trúboða á 19. öld við fólk af Khasi  
og Jaintia ættbálkum á Norðaustur Indlandi.

Um efni fyrirlestursins á ensku:

In a world, perhaps becoming neo-colonial, the history of the  
relationship between cultures, and between written and oral epic  
traditions require ever keener scrutiny. Were Homer and Vyasa   
plagiarists in some sense? Do the German-speaking peoples have some  
kind of ‘prior claim’ on the stories bowdlerised, edited by the  
Brothers Grimm? If so, what are these claims?
Do I, as a professional storyteller from Wales, have such  claims on   
The Mabinogi, the national epic of Wales?
Can performers appropriate, re-shape stories from any culture? Is  
this the pillage of non-material cultural heritages or an unavoidable  
and fertile source of creative misunderstanding? A discussion of  
these issues,  can be focussed around Nigel’s desire  to make a re- 
telling of Volsungasaga , which might incorporate elements of  The  
Ring of the Nibelung, William Morris’s own version and Wagner’s Ring.  
Come and participate in juggling this set of hot potatoes, in re- 
opening this can of worms.


Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list