[Gandur] Fyrirlestur, frönsk tónlist og matur í Matarsetri

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon Feb 19 13:26:00 GMT 2007


Fyrirlestur, frönsk tónlist og matur í Matarsetri 23. febrúar 

  

Næstkomandi föstudagskvöld, þann 23. febrúar, verður opið hús að Grandagarði
8. Þá höldum við upp á ársafmæli félagsins okkar og tökum jafnframt þátt í
Safnanótt Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar, sem í ár er tileinkuð
menningartengslum Frakka og Íslendinga.   

Dagskráin í Matarsetri hefst kl 20.

Sigrún Ólafsdóttir , þjóðfræðingur, fræðir okkur um samskipti Frakka og
Íslendinga á matarsviðinu frá fyrstu tíð. Fyrirlesturinn nefnir Sigrún
Biskví fyrir votaling. 

Sigríður Thorlacius syngur dillandi frönsk sönglög og djasssmelli við
undirleik Steingríms Karls Teague, 

Eins verður kynning og smökkun á frönskum matvælum í boði O. Johnsen og
Kaaber.

 

Í Sjóminjasafni á efri hæð hússins verður einnig mikið um dýrðir og frönsk
stemmning í fyrirrúmi, en dagskráin þar hefst kl 19.30. 

 

Daginn eftir, laugardaginn 24. febrúar kl 14-17, verður svo kynning í
Matarsetri á verkefnum, sem nemendur í Listaháskóla Íslands hafa unnið í
samstarfi við íslenska bændur. Nemendum var boðið á stefnumót við
bændasamfélagið til að skapa héraðsbundnar matvörur, með sögulegri og
menningarlegri skírskotun. Afrakstur þessa skemmtilega verkefnis verður
sýndur í Matarsetri í tengslum við Food and Fun hátíðina, og er öllum opin. 

 

Komum saman í Matarsetri,  höldum upp á ársafmæli félagsins með franskri
sveiflu og kynnumst sköpunargleði ungra hönnuða og listamanna. 

 

Fyrir hönd stjórnar,

Laufey Steingrímsdóttir

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070219/357eb1b2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list