[Gandur] Sk ó lab ö rnum bo ðið í ný ja Á lfa-, tr ö lla- og nor ð urlj ó sasafni ð á Stokkseyri

valsson at centrum.is valsson at centrum.is
Mon Feb 19 10:16:19 GMT 2007


Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna



Félag leiðsögumanna býður 6, 7, 8 og 9 ára börnum úr Landakotsskóla í nýja Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri. Ferðin verður farin þriðjudaginn 20. febrúar nk. í tilefni af alþjóðlegum degi leiðsögumanna sem leiðsögumenn halda upp á 21. febrúar ár hvert. 
 
Í ár var ákveðið að leyfa einkaskólabörnum að njóta starfskrafta fagmenntaðra leiðsögumanna á alþjóðlegum degi leiðsögumanna. 

Einkareknir skólar hafa úr minni fjármunum að spila en aðrir skólar og af þeim sökum hefur þeim reynst nauðsynlegt að skera niður kostnaðarliði eins og vettvangsferðir.

Leiðsögumenn um allan heim halda alþjóðlegan dag leiðsögumanna 21. febrúar. Félag leiðsögumanna hefur þrisvar áður staðið fyrir uppákomum fyrir almenning þennan dag. Í fyrra t.d. buðu leiðsögumenn blindum og sjónskertum í Veiðisafnið á Stokkseyri.

Leiðsögumenn í ferðinni verða þeir Erling Aspelund og Hinrik Ólafsson en Stefán Helgi Valsson skipulagði hana.

Lagt verður af stað frá Landakotsskóla klukkan 9 árdegis og komið til Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins um klukkan 10. Laust fyrir hádegi snæðir hópurinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka og komið verður aftur í bæinn um klukkan 14.


Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Helgi Valsson
Sími 897 2790 og 561 2790
Netfang: valsson at centrum.is 



More information about the Gandur mailing list