[Gandur] Tímaritið SAGA er komið út

Páll Björnsson pallb at unak.is
Tue Dec 18 13:08:15 GMT 2007


Ágætu þjóðfræðingar.

 

Eru öll gömul hús merkileg? Voru stjórnvöld viðbúin kjarnorkuárás á Ísland á 6. og 7. áratugnum? Hefði Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson orðið forystumaður íslenskra íhaldsmanna ef honum hefði enst aldur? Er Landnámssýningin Reykjavík 871±2 raunveruleikaþáttur úr fortíðinni? Var frillulífi viðurkennt sambúðarform á miðöldum? Hvað getur íslenskt safnafólk lært af kollegum sínum í Skotlandi? Hver fann upp fjósið? Í hverju fólst gagnrýni á þingræðið á árunum milli stríða? Hver var þekking Íslendinga á Rússlandi á 19. öld? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra fjölmörgu spurninga sem höfundar efnis í hausthefti Sögu glíma við.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sögufélags www.sogufelag.is Tekið er við nýjum áskrifendum á skrifstofu félagsins. Við minnum á að hagstæðast er að greiða fyrir áskriftina með greiðslukorti.

 

Með hátíðarkveðjum frá ritstjórum,

Eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071218/53731433/attachment.html


More information about the Gandur mailing list