[Gandur] AF STAÐ á Reykjanesið 4. ferð

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Aug 21 08:35:35 GMT 2007


> AF STAÐ á Reykjanesið – Sandgerðisvegur, gömul þjóðleið
>
> Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 26. ágúst kl. 11 í  
> boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja í samvinnu við sjf menningarmiðlun  
> og FERLIR
> Lagt af stað frá Sundlauginni í Sandgerði  kl. 11:00. Gengin verður  
> gamla þjóðleiðin milli Sandgerðis og Grófarinnar við Keflavík.  
> Gamla gatan liðast um Miðnesheiðina og er enn vel greinileg þrátt  
> fyrir að fólk fari nú aðrar leiðir milli þessara sveitarfélaga. Á  
> leiðinni ber ýmislegt fyrir augu, s.s. minjar um fólk sem varð úti  
> á heiðinni, hólar og hæðir tengt álfa- og huldufólkssögum, ýmiss  
> örnefni og fleira sem fyrir augu ber. Leiðsögumenn Reykjaness munu  
> miðla fróðleik á leiðinni.
> Áætlað er að gangan taki  ca. 3-4 klst. með stoppum. Rútuferð til  
> baka kr. 500. Frítt fyrir börn. Gott er að hafa með sér nesti og  
> góða skó. Allir á eigin ábyrgð.
>
> Gangan er fjórði hluti af fimm menningar- og sögutengdum  
> gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem  
> farnar verða á tímabilinu frá 6.ágúst – 2. sept. ´07. Boðið er upp  
> á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja  
> ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður dregið úr  
> seðlum og einhver heppinn fær góð gönguverðlaun. Dregið verður  
> eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að  
> taka þátttökuseðla með í ferðir.
>
> Sigrún Jónsd. Franklín
> sjf menningarmiðlun
> sjf at internet.is/6918828Sigrún Jónsd. Franklín
> leiðsögumaður Reykjaness
> sjf menningarmiðlun
> gsm 6918828
>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: AF  STA? ?07 - 4. fer? - Sandger?i - Sandger?isgata  - Keflav?k.doc
Type: application/msword
Size: 22016 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070821/1ab62751/AFSTA07-4.fer-Sandgeri-Sandgerisgata-Keflavk-0001.doc
-------------- next part --------------

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / The Árni Magnússon  
Institute for Icelandic Studies
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík
Sími/Tel.: +354 8680306/+354 5520510
http:www.hi.is~adalh








More information about the Gandur mailing list