[Gandur] Munnleg hefð og eddukvæð

Adalheidur Gudmundsdóttir adalh at hi.is
Thu Apr 26 08:11:01 GMT 2007


Kæru þjóðfræðingar,

munið aðalfundinn í kvöld kl. 19.30!

Þemakvöld kl. 20.00:

Munnleg hefð og eddukvæði / Oral Tradition and Eddic Poetry

Þemakvöld á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í húsi Sögufélagsins  
við Fischersund, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.
Frog, doktorsnemi við University College, London og Gísli Sigurðsson,  
rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum  
fjalla um eddukvæði sem vitnisburð um lifandi hefð munnlegs kveðskapar.

Fyrirlesarar munu báðir leggja áherslu á eddukvæði, en þó munu þeir  
einnig líta á annars konar heimildir frá norrænu menningarsvæði, sem  
og munnlega hefð annars staðar í heiminum til samanburðar. Leitast  
verður við að gefa áheyrendum innsýn í þá munnlegu hefð sem liggur að  
baki varðveittum eddukvæðum og eddukvæðabrotum. Frog mun tala á ensku.

Allir velkomnir!


Með kveðju f. hönd félagsins,

Aðalheiður Guðmundsdóttir


More information about the Gandur mailing list