[Gandur] Vefsýningin Borgarbörn

Unnur María. Bergsveinsdóttir unnurm at bok.hi.is
Fri Apr 20 15:50:31 GMT 2007


Miðstöð munnlegrar sögu opnaði í dag á heimasíðu sinni vefsýningu sem titluð er Borgarbörn. Á sýningunni er hægt að hlusta á frásagnir fólks á öllum aldri af æsku og uppvexti í Reykjavík. Hlýða má á frásagnir af bardögum stráka úr ólíkum hverfum, lýsisgjöf og ljósaböðum, ævintýrum í Öskjuhlíð og Hólavallakirkjugarði og uppvexti í nýbyggðu Breiðholtinu. Slóðin á vefsýninguna Borgarbörn er: http://www.munnlegsaga.is/page/mms_vefsyningar_borgarborn

 

Frásögnunum var safnað á nýafstaðinni Vetrarhátíð þann 23. og 24 febrúar s.l. og fóru upptökur fram í færanlegu upptökuveri sem komið var fyrir á Borgarbókasasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu. Efnissöfnun á Vetrarhátíð gekk vonum framar og kom það vel í ljós að borgarbúar eru bæði fúsir til frásagnar og hafa frá mörgu að segja. Söfnunin er liður í stærra verkefni er nefnist Reykjavíkursögur og er markmið þess að safna, varðveita og miðla Reykjavíkursögum frá ólíkum tímum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og með stuðningi frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Orkuveitunni og Ikea. 

 

Heimasíða miðstöðvarinnar er: http://www.munnlegsaga.is 

 

Ég hvet ykkur öll til að líta við á heimasíðu miðstöðvarinnar og hlusta á athyglisverðar frásagnir. 

 

F.h. Miðstöðvar munnlegrar sögu, 

Unnur María Bergsveinsdóttir

 

 

----

Unnur María Bergsveinsdóttir verkefnisstjóri

Miðstöð munnlegrar sögu
 
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Arngrímsgötu 3
107 Reykjavík
 
sími: 525-5775
gsm: 691-0374
netfang: unnurm at bok.hi.is <mailto:unnurm at bok.hi.is>  
vefsíða: www.munnlegsaga.is <http://www.munnlegsaga.is> 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070420/3d4041c2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list