[Gandur] Á lyktun fagmennta ð ra lei ðsö gumanna fer ð amanna vegna hvalvei ð a Í slendinga

valsson at centrum.is valsson at centrum.is
Fri Nov 3 08:29:09 GMT 2006


Ályktun fagmenntaðra leiðsögumanna ferðamanna vegna hvalveiða Íslendinga



Fundur haldinn á vegum Fagdeildar Félags leiðsögumanna á Kornhlöðuloftinu við Lækjargötu 1. nóvember 2006, lýsir yfir áhyggjum af hugsanlegum slæmum áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustu á Íslandi.




Framsögumaður á fundinum var Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík.

Á fundinum kom fram að tæplega 90.000 erlendir ferðamenn fóru í hvalaskoðunarferðir á Íslandi í ár sem er metfjöldi. Talið er að tekjur af hvalaskoðun nemi hátt í 3 milljörðum íslenskra króna. Um 100 Íslendingar hafa atvinnu af hvalaskoðun beint og óbeint.

Ásbjörn greindi frá viðhorfskönnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðamálasetur Íslands meðal 1.143 ferðamanna í hvalaskoðunarferðum árið 2002. Þar koma  fram mjög athyglisverðar niðurstöður um ólík viðhorf hvalaskoðenda eftir þjóðerni. Niðurstöðurnar eru sláandi hvað varðar ákveðna afstöðu Breta og Þjóðverja gegn hvalveiðum á meðan Norðmenn og Japanir taka ekki slíka afstöðu.

Bretar og Þjóðverjar eru einmitt meðal fjölmennustu ferðamannaþjóða sem hingað koma og skila hvað mestum tekjum.

28% þáttakenda sögðu hvalaskoðun hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til Íslands.

44% þátttakenda sögðust ekki taka þátt í hvalaskoðunarferð ef Íslendingar stunduðu hvalveiðar.

Má skoða mjög ítarlegar niðurstöður þessarar könnunar á heimasíðunni: 
http://www.fmsi.is/Hvalaskodun.pdf

Sendandi þessarar tilkynningar er Stefán Helgi Valsson, ritstjóri vefsíðu og Fréttabréfs leiðsögumanna - www.touristguide.is, í  umboði fundarritara og formanns Félags leiðsögumanna.

Stefán Helgi Valsson
valsson at centrum.is 
Sími 8972790



More information about the Gandur mailing list