[Gandur] Á morgun!

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Fri May 5 11:23:35 GMT 2006


Einu sinni var...

Málþing um ævintýri á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samvinnu  
við Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins laugardaginn  
6. maí nk. frá kl. 13.00–16.45.

Á málþinginu munu stíga á svið fræðimenn í þeim tilgangi að gefa  
áheyrendum innsýn í hin fjölbreytilegustu rannsóknarefni sem tengjast  
íslenskum ævintýrum. Málþingið er tileinkað minningu Hallfreðar Arnar  
Eiríkssonar, fyrrum sérfræðings á Árnastofnun, sem m.a. safnaði  
ævintýrum og rannsakaði. Í tengslum við málþingið verður sett upp  
örsýning á munum sem tengjast ævinýrum á einhvern hátt, skráningu  
þeirra, útgáfu og rannsóknum. Sýningin verður í fyrirlestrarsalnum,  
og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að skoða gripina, en  
einnig gefst kostur á að virða þá fyrir sér í kaffihléi.

Dagskráin er sem hér segir:

13.00 	Setning
13.05 	Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur: Nokkur orð um Hallfreð Örn  
Eiríksson
13.15 	Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur: Sagan upp á hvern mann.  
Ævintýri og sagnafólk
13.45 	Roald Eyvindsson, MA í bókmenntafræði:  Fegurð og fláræði:  
Kynímyndir í ævintrýrum Charles Perrault og Grimms-bræðra
14:15 	Kristín Unnsteinsdóttir, forstöðumaður námsvers Ártúnsskóla:  
Fjórar sagnakonur úr Fljótshlíð. Samanburður á menningarlegum,  
félagslegum og sálfræðilegum þáttum í bakgrunni þeirra

14.45     Kaffihlé

15.15     Baldur Hafstað, prófessor við KHÍ: Bláskeggur og Loðinbarði
15.45     Aðalheiður Guðmundsdóttir, stundakennari við HÍ: „Legg ég á  
og mæli um“
16.15     Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku við HÍ: Íslensk  
ævintýri í Frakklandi
16.45 	Málþingslok

Eftir hvern fyrirlestur gefst áheyrendum kostur á að spyrja  
fyrirlesarana nánar út í efnið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sjá einnig http://www.akademia.is/thjodfraedingar


Bestu kveðjur,

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list