[Gandur] Ráðstefna á Ströndum

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Thu Mar 16 17:00:47 GMT 2006


Galdur og samfélag frá miðöldum til upplýsingar

Dagana 1.-2. september (föstudag og laugardag) verður haldin ráðstefna að
Laugarhóli í Bjarnarfirði undir yfirskriftinni ,,Galdur og samfélag frá
miðöldum til Upplýsingar".

Ráðstefnan er haldin á vegum verkefnsins ,,Vestfirðir á miðöldum" en að
því standa Hugvísindastofnun HÍ (Miðaldastofa), Senter for studier i
vikingtid og nordisk middelalder i Osló, Fornleifastofnun Íslands,
Strandagaldur, Náttúrustofa Vestfjarða, Byggðasafn Vestfjarða,
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti,
Menntaskólinn á Ísafirði og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Ætlunin er að
skoða samspil galdra og samfélags fyrr á öldum, með sérstöku tilliti til
galdramenningar sem þreifst á Vestfjörðum.

Þeir, sem áhuga hafa á að halda fyrirlestur á ráðstefnunni, eru beðnir um
að senda inn ágrip til Magnúsar Rafnssonar, Strandagaldri
(arnlin at snerpa.is <mailto:arnlin at snerpa.is>) eða Torfa H. Tulinius,
Hugvísindastofnun (tht at hi.is <mailto:tht at hi.is>),
fyrir 20. mars 2006.

Haft verður samband við umsækjendur í byrjun apríl 2006.

Nánari upplýsingar veitir Andrea Harðardóttir (andrea at snerpa.is
<mailto:andrea at snerpa.is>).





-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060316/e7dcde48/attachment.html


More information about the Gandur mailing list