[Gandur] Æsispennandi fyrirlestur um bresku leyniþjónustuna! Peter Hennessy, prófessor, rithöfundur og fv. blaðamaður og sjónvarpsfréttamaður kemur til landsins

runa at thjodminjasafn.is runa at thjodminjasafn.is
Thu Jun 1 09:02:30 GMT 2006


Frá leyniríki kalda stríðsins til nýs varnarríkis
(From Cold War Secret State to New Protective State)

Peter Hennessy flytur fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands á 
Þjóðminjasafni Íslands föstudaginn 2. júní kl. 12:10-13:10. Hennessy 
fjallar um varnaráætlanir æðstu stjórnvalda í Bretlandi gegn þeim ógnum 
sem hafa steðjað að landinu að mati þeirra. Fjallað verður um tíma kalda 
stríðsins og fram til okkar daga. Erindið er að hluta til byggt á nýlegri 
bók Hennessy, The Secret State. Whitehall and the Cold War. Sú bók var á 
metsölulista Sunday Times og hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. The Times 
sagði t.d.: „Hennessy has discovered a few things about the „Secret State“ 
which even British Prime Ministers during the Cold War did not know … 
Riveting, path-breaking and wonderfully readable“ (Hennessy hefur komist 
að raun um ýmsa þætti „Leyniríkisins“ sem forsætisráðherrar Bretlands 
vissu ekki einu sinni um … Spennandi og einstaklega læsilegt 
tímamótaverk).
Peter Hennessy er prófessor í samtímasögu við Queen Mary, University of 
London. Hann var áður blaðamaður og sjónvarpsfréttamaður og hefur skrifað 
fjölda annarra bóka en hér eru nefndar. 

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar má finna á eftirtöldum slóðum:

http://www.history.qmul.ac.uk/staff/hennessy.html
(grunnupplýsingar um Hennessy)
http://www.penguin.co.uk/nf/Author/AuthorPage/0,,1000044694,00.html?sym=QUE
(viðtal)
http://www.history.qmul.ac.uk/staff/hennessy.html#1
(uppl. um bókina The Prime Minister)
http://www.penguin.co.uk/nf/Book/BookDisplay/0,,0_9780141008356,00.html?sym=EXC
(uppl. um bókina The Secret State)
Guðni Th. Jóhannesson veitir einnig nánari upplýsingar í síma 895-2340 og 
netfangi gudnith at hi.is

Bestu kveðjur,
Rúna K. Tetzschner
kynningarfulltrúi
Þjóðminjasafn Íslands
s. 530-2209, fars. 691-3214
netf. runa at natmus.is
veff. http://www.natmus.is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060601/e57a74fa/attachment.html


More information about the Gandur mailing list