[Gandur] ÍMYNDIR NORÐUSINS - alþjóðleg ráðstefna ReykjavíkurAkademíunnar

ReykjavíkurAkademían reykjavikur at akademia.is
Wed Feb 8 17:56:19 GMT 2006


ÍMYNDIR NORÐURSINS

alþjóðleg ráðstefna ReykjavíkurAkademíunnar

 

 

ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Vetrarhátið Reykjavíkurborgar, kynnir alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni ÍMYNDIR NORÐURSINS, sem haldin verður í Iðnó dagana 24.-26 febrúar 2006. 

 

Ráðstefnan er alþjóðleg og ráðstefnutungumálið er enska. Boðið er upp upp á um 75 erindi í 12 málstofum, þar sem fræðimenn úr hug- og félagsvísindum fjalla um norðrið með því að kanna hina ýmsu þætti sem hverfast um ímyndarsköpun, sjálfsmyndir, framsetningu norðursins, og sambandið þar á milli. Meirihluti fyrirlesara kemur erlendis frá og er þetta stærsti viðburðurinn sem hefur verið skipulagður á Íslandi um þetta viðfangsefni. Ráðstefnan er afsprengi alþjóðlegs og þverfaglegs rannsóknaverkefnis um Ísland og ímyndir norðursins, sem er leitt af fræðimönnum innan ReykjavíkurAkademíunnar (sjá nánar um verkefnið á: http://www.akademia.is/imagesofthenorth/).

 

Umræðan fer fram út frá mismunandi sjónarhornum, eins og t.d. ferðamennsku, listsköpun, viðskiptum, bókmenntarfi, kyngervi osfrv.   Á heimasíðu okkar er að finna allar nánari upplýsingar um einstök erindi sem og lykilfyrirlesara ráðstefnunnar, sem koma annars vegar frá Vínarháskóla og hins vegar frá University of British Columbia í Kanada:

 

http://www.akademia.is/imagesofthenorth/NORTHWORKSHOP/INDEX.htm 

 

Sunnudaginn 26. febrúar fer fram pallborð (á íslensku) þar sem helstu frumkvöðlar úr viðskiptalífinu, lista- og menningargeiranum sem og ferðamálageiranum ræða sérstaklega ímynd Íslands og áhrif hennar á starfsemi þeirra, sem og þeirra eigin þátt í að skapa þessa ímynd.  Gestir pallborðsins eru:

 

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands

Helgi Pétursson, almannatengslafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair og formaður Samataka ferðaþjónustunnar

Ari Alexander Ergis Magnússon, kvikmyndagerðarmaður

Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur

 

Stjórnandi pallborðsins er Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður ReykjavíkurAkademíunnar.

 

Í tengslum við ráðstefnuna hafa verið skipulagðir aðrir viðburðir, s.s. myndlistarsýning utandyra, þar sem 14 listamenn sýna stutt vídeóverk með skírskotun í norðrið.  Listamennirnir sem taka þátt eru:



Anna Guðjónsdóttir, Anna Líndal, Birgir Andrésson, Emiliano Monaco, Finnur Arnar Arnarsson, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Húbert Nói Jóhannsson, Inga Svala Þórsdóttir, Magnús Sigurðsson, Ólöf Nordal, Þorvaldur Þorsteinsson og Þóra Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Kristinn G. Harðarson.



Einnig hefur verið skipulögð myndlistarsýning nemenda í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem lögðu upp í könnunaleiðangur um hugarheima sína og leituðu uppi hugmyndir um norðrið. Nánari upplýsingar um báða þessa viðburði er einnig að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

 

Einnig hefur ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Univeristy of Quebec, Montreal, skipulagt kvikmyndahátið undir yfirskriftinni Norðrið í kanadískri kvikmyndagerð, sem haldin verður í Norræna húsinu dagana 26. feb - 01. mars. Opnunarmynd hátíðarinnar er mynd Jóns. E. Gústafssonar The Importance of Being Icelandic frá árinu 1998, sem vakti mikla athygli vestanhafs og olli deilum um sjálfsmyndarpólitík Vestur-Íslendinga.

 

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á 

www.crilcq.org/festival2006 

 

 

Ráðstefnustjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, mannfræðingur. Í ráðstefnunefnd sitja einnig Jónas Gunnar Allansson, mannfræðingur; Kristinn Schram, þjóðfræðingur og Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynafræðingur.



Vinsamlegast hafið samband við undirritaða ef frekar upplýsinga er þörf.

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

S: 562 8565, 699 7066

olof at akademia.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060208/1a41490a/attachment.html


More information about the Gandur mailing list