[Gandur] [Fwd: Fw: [Gammabrekka] Efling munnlegrar sögu]

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Wed Feb 8 14:33:10 GMT 2006


Ágætu félagar,

Ég sendi hér áfram póst af gammabrekku, póstlista sagnfræðinga, um áform
um að koma á fót miðstöð munnlegrar sögu, með heimildasafni,
rannsóknaraðstöðu og öllu tilheyrandi. Þar sem sagnfræði og þjóðfræði
deila áhuga á munnlegum heimildum um hversdagslíf og þar sem svona
miðstöðvar eru gjarnan samstarfsverkefni þjóðfræðinga og sagnfræðinga
(a.m.k. þar sem ég þekki til, í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum), þá datt
mér í hug að einhver í okkar hópi kynni að hafa áhuga á þessum áformum.
Guðmundur Jónsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Þorsteinn Helgason hvetja
alla áhugasama til að hafa samband við sig (sjá hér fyrir neðan).

Bestu kveðjur,
Valdimar


----- Original Message -----
From: "Guðmundur Jónsson" <gudmjons at hi.is>
To: <gammabrekka at hi.is>
Sent: Wednesday, February 08, 2006 8:16 AM
Subject: [Gammabrekka] Efling munnlegrar sögu


> Góðir félagar á Gammabrekku
>
> Hópur áhugafólks um munnlega sögu hefur að undanförnu rætt um hvernig
auka megi veg þessarar tegundar sagnfræði hér á landi. Okkur hefur þótt
brýnt að koma varðveislu munnlegra heimilda í lag, en eins og málum er
nú háttað er enginn aðili í landinu sem sinnir sérstaklega söfnun og
varðveislu munnlegra heimilda um almenna sögu lands og þjóðar. Munnlegar
heimildir er víða að finna, t.d. í fórum fjölskyldna, félaga, stofnana
og fyrirtækja. Sagnfræðingar og aðrir fræðimenn, rithöfundar og
fjölmiðlamenn nota viðtöl við vinnu sína og hafa þannig skapað dýrmætar
sögulegar heimildir. En það
er
> sammerkt þessum heimildum að þær eru á víð og dreif, óaðgengilegar öðrum
og
> óvíst hvernig búið er að þeim til varðveislu.
>
> Við viljum að komið verði á fót safni sem annast varðveislu og söfnun
munnlegra heimilda og gefur almenningi kost á að nota þær. Enn fremur
teljum
> við mikilvægt að slíkt safn verði miðstöð rannsókna og ráðstefna um
munnlega
> sögu. Það þarf vart að segja sagnfræðingum að munnleg saga hefur reynst
áhrifarík aðferð í rannsóknum; með henni fá menn söguna beint í æð.
>
> Við sem höfum rætt þessi mál komum úr ýmsum áttum, frá Sagnfræðistofnun
H.Í., Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kennaraháskóla Íslands
og Landsbókasafni/Háskólabókasafni. Landsbókavörður hefur verið jákvæður
í garð verkefnisins og lýst yfir vilja til að láta aðstöðu í té. Við
höfum þegar fengið nokkurn fjárstyrk frá Alþingi og stefnum að frekari
fjáröflun til að þoka verkefninu áfram.
>
> En varðveisla munnlegra heimilda er brýnt menningarverkefni sem á erindi
við
> fjölmarga aðila vítt og breitt um landið. Við vitum að margir hafa áhuga
á að vinna að framgangi munnlegrar sögu. Því viljum við hér með auglýsa
eftir
> einstaklingum, félögum og samtökum sem hafa áhuga á að að vinna með okkur
að
> því að móta þetta verkefni og hrinda því í framkvæmd.  Við hvetjum ykkur
til
> að hafa samband við einhvern eftirtalinna:
>
> Guðmundur Jónsson, prófessor í H.Í., s. 525 4208, gudmjons at hi.is Kristín
Ástgeirsdóttir, forstöðumaður RIKK, s. 525 4634, kristast at hi.is
Þorsteinn Helgason, dósent í K.H.Í., s. 563 3847, thelga at khi.is
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Gammabrekka mailing list
> Gammabrekka at hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/gammabrekka
>







More information about the Gandur mailing list