[Gandur] Þjóðminjasafnið fær viðurkenningu Sjálfsbjargar fyrir gott aðgengi fyrir alla.

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Sat Dec 9 19:14:13 GMT 2006


Þjóðminjasafnið fær viðurkenningu Sjálfsbjargar fyrir gott aðgengi fyrir 
alla.
Þjóðminjasafn Íslands leggur áherslu á aðgengi fyrir alla og á Alþjóðadegi 
fatlaðra sunnudaginn 3. desember síðastliðinn tóku Margrét Hallgrímsdóttir 
þjóðminjavörður og Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri safnsins við 
viðurkenningu til Þjóðminjasafnsins frá Sjálfsbjörgu Isf fyrir gott 
aðgengi fyrir alla að nýju Þjóðminjasafni. Þarna er um afar mikilvæga 
viðurkenningu að ræða sem Þjóðminjasafnið er bæði þakklátt fyrir og stolt 
af. Viðurkenningin er jafnframt hvatning til enn frekari árangurs á þessu 
sviði. Þjóðminjasafnið mun áfram kappkosta að gera safnið aðgengilegt 
öllum landsmönnum.


Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061209/912fa41d/attachment-0001.html


More information about the Gandur mailing list