[Gandur] Viðburðadagskrá

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Mon Sep 19 20:33:41 GMT 2005


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Viðburðadagskrá 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1360,38,c1f230ee13c4ffc5120f8b43cb368b3b


Viðburðadagskrá 22. - 25. september
Hvernig borg má bjóða þér?

Fimmtudag 22. september 
Kl.   8.30 – 11   Borgin í bítið  
Opinn umræðufundur á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni af Samgönguviku.
Kl. 12     Reykjavík í öðru ljósi  
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá árinu 2001. Lengd 55 mínútur.
Kl. 17    Samtök um betri byggð - Málþing
Kynning á starfsemi og stefnumálum Samtaka um betri byggð í fjölnotasal  Hafnarhúsins. Fulltrúar samtakanna kynna starfsemi sína og stefnumál. Samtök um betri byggð eru grasrótarsamtök á sviði skipulagsmála sem hafa á undanförnum sex árum beitt sér mjög í umræðu um skipulag og þróun borgarinnar, m.a. í tengslum við flugvallarsvæðið í Vatnsmýri og færslu Hringbrautar. Að lokinni kynningunni gefst tækifæri til að rökræða skipulagsmál í Reykjavík við fulltrúa samtakanna með efni skipulagssýningarinnar sem bakgrunn. Allir sem áhuga hafa, lærðir og leikir, eru hvattir til að mæta.
Kl. 20   Rápað um borgina með Helga Hjörvar  
Helgi fer um valda staði í borginni en göngutúrnum lýkur með því að skoða sýninguna  í Hafnarhúsinu.

Laugardag 24. september kl. 15
Reykjavík í öðru ljósi
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá árinu 2001. Lengd 55 mínútur.

Sunnudag 25. september kl. 15
Leiðsögn
Pétur H. Ármannsson deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur annast leiðsögn um sýninguna. 

Alla daga
Tilraunastofan Úrbanistan 
Úrbanistan er öllum opin en þar eru meðal annars birt Augnablik úr borginni, sem alir geta sent inn með mynd- eða textaskilaboðum í frítt númer 1855 og taka þannig þátt í sýningunni. Einnig er hægt að hlýða á hljóðverk úr borginni, skiptast á gönguferðum,  gera huglægt kort af borginni og ýmislegt fleira.

Frítt er í Hafnarhúsið á meðan á sýningunni stendur og opið til kl. 22 öll fimmtudagskvöld.

Kær kveðja,
Soffía Karlsdóttir
kynningarstjóri Listasfns Reykjavíkur
s: 590-1200 / 820-1202





--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050919/9ad38f10/attachment.html


More information about the Gandur mailing list