[Gandur] Hafnarhús í nýjum búningi

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Wed Sep 7 08:47:49 GMT 2005


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Hafnarhús í nýjum búningi 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1360,33,9a8294d5beaceffaabc810c1eb87ee54


Hafnarhús í nýjum búningi
Föstudag, 9. sept. kl. 20.00 

Tímamót verða í Listasafni Reykjavíkur næstkomandi föstudagskvöld þegar nýráðinn safnstjóri, Hafþór Yngvason, opnar þrjár sýningar í Hafnarhúsinu. Af því tilefni mun borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, ávarpa opnunargesti. Opnuð verður sýning á nýjum  verkum Guðrúnar Veru Hjartardóttur, sýning á æskuverkum Erró og hið umfangsmikla samstarfsverkefni  Hvernig borg má bjóða þér? 


Hvernig borg má bjóða þér? 
Sýningin Hvernig borg má bjóða þér? er afrakstur samstarfs Listasafns Reykjavíkur og Skipulags- og byggingarsvið Reykavíkurborgar. Henni er ætlað að varpa ljósi á fortíð og framtíð skipulagsmála í borginni með áherslu á Vatnsmýrina. Á sýningunni verður gólflögð fimmtíu fermetra loftmynd af Reykjavík en auk þess verða sýnd módel, ljósmyndir, skipulagsdrög og teikningar af borginni.
Sýningunni er ætlað að vera opinn vettvangur fyrir fagfólk og leikmenn til að skoða skipulag borgarinnar og koma með hugmyndir að nýjum lausnum. Tilraunastofan Úrbanistan verður í safninu sem vettvangur fjölbreyttra tækifæra til að skiptast á og miðla hugmyndum um framtíðarborgina, t.d. með því að senda inn mynd- og textaskilaboð í frítt símanúmer, 1855. Fjölmargir dagskrárliðir, málþing og tilraunir tengjast sýningunni sem nánar er getið hér. Meðal viðburða má nefna fimmtudagsgöngur, sunnudagsleiðsagnir og opna skipulagsdaga á vegum ráðgjafafyrirtækisins Alta. Með þátttöku í sýningunni geta gestir haft áhrif á gögn sem lögð verða til grundvallar alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Sýningarstjóri er Ágústa Kristófersdóttir. 
Sýningin stendur til 2. október og er frítt í safnið á sýningartímabilinu. Einnig verður opið til kl. 22 öll fimmtudagskvöld. 

Föstudag 9. september kl. 17 tekur Listasafnið forskot á sýningaropnunina og býður gestum og gangandi að fylgjast með og taka þátt í leiklistargjörninginum, Life/Theater Project, sem Bandaríkjamaðurinn Lee Walton stýrir  við Kjörgarð Laugavegi 59. 

Sjá hér nánari umfjöllun um sýninguna og fjölbreytta dagskrá sem henni fylgir.



Velkomin(n) í mannheima -  
Guðrún Vera Hjartardóttir
Guðrún Vera er kunn fyrir skúlptúra sína af litlum mannverum sem eru á mörkum raunveruleika og ímyndunar. Á sýningunni sýnir Guðrún Vera verk sem gefur nýja sín á sköpun og hugmyndir listakonunnar. Sýningin stendur til 30. desember.
Listamannsspjall verður sunnudag  9. október kl. 15

Sjá hér nánari upplýsingar um sýningu Guðrúnar Veru.




Listamaður verður til - Erró
Á sýningunni má sjá ýmis verk Erró frá barnsaldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listamannskálanum árið 1957. Sýndar eru myndir sem hann gerði á uppvaxtarárum sínum á Kirkjubæjarklaustri, á námskeiði sem unglingur í Handíðaskólanum í Reykjavík og síðar sem fullgildur nemandi við þann skóla, ásamt myndum frá námsárum hans við Akademíuna í Osló, Flórens og Ravenna. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfileikaríkum og vinnusömum, ungum manni sem frá barnæsku einsetti sér að verða listamaður. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Sýningin stendur til 23. apríl 2006. 
Sýningarstjóraspjall verður sunnudag 19. nóvember kl. 15. 

Sjá hér  nánari umfjöllun um sýningu Erró.

Kær kveðja, 
Soffía Karlsdóttir
Kynningarstjóri Listasafna Reykjavíkur 
Sími:590-1200 / 820-1202
soffia.karlsdottir at reykjavik.is
 







--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050907/ddeec27f/attachment.html


More information about the Gandur mailing list