[Gandur] Þjóðsagnaráðstefna í júní

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Thu May 19 11:15:45 BST 2005


Við viljum vekja athygli þjóðfræðinga á alþjóðlegri þjóðsagnaráðstefnu sem 
haldin verður hér á landi:

Fimmta keltneska-norræna-baltneska þjóðfræðaþingið um sagnir, sögu og 
samfélag verður haldið í Háskóla Íslands 15. - 18. júní næstkomandi. Auk 
innlendra fræðimanna munu margir vel þekktir þjóðfræðingar taka þátt í 
ráðstefnunni. Þar má nefna Bengt af Klintberg, Bo Almqvist, Jacqueline 
Simpson, John Lindow, Timothy Tangherlini, Thomas DuBois, Ulf Palmenfelt, 
Anna-Leena Siikala, Ulrika Wolf-Knuts, Séamas Ó Catháin, John Shaw, Michael 
Chesnutt, Eyðun Andreassen og Arne Bugge Amundsen. Þetta er kjörið tækifæri 
til að kynnast þeim og öðru skemmtilegu fólki.

Sjá vefsíðu: http://hi.is/~terry/symposium/index.htm.

Núverandi og fyrrverandi nemendur í þjóðfræði þurfa ekki að borga 
ráðstefnugjald, en ættu samt að tilkynna þátttöku.




More information about the Gandur mailing list