[Gandur] Hvað er eiginlega í gangi í ReykjavíkurAkademíun ni ?

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Tue May 17 11:09:29 BST 2005


--------------------------- Upprunalegt Skeyti ---------------------------
Titill:     Hvað er eiginlega í gangi í ReykjavíkurAkademíunni?
Frá:        Guðni Thorlacius Jóhannesson <gudnith at hi.is>
Dagsetning: þri, maí 17, 2005 12:09 am
Til:        hi-starf at hi.is
--------------------------------------------------------------------------

Miðvikudagurinn 18. maí, 12:05-13:00

Miðvikudagssemínar ReykjavíkurAkademínunnar verður í þessari viku helgað
nokkrum helstu ráðstefnum og viðburðum í heimi sagnfræðinnar (og
þjóðfræðinnar) næstu misseri.

Guðni Th. Jóhannesson mun fjalla um landsbyggðarráðstefnu
Sagnfræðingafélagsins, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og heimamanna á
Austurlandi. Ráðstefnan verður á Eiðum 3.-5. júní n.k. Guðni mun einnig
ræða um hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins næsta vetur.

Terry Gunnell kynnir þjóðfræðiráðstefnu, „The 5th Celtic-Baltic-Nordic
Folklore Symposium on Folk Legends,” sem haldin verður í Reykjavík 15.-18.
júní 2005.

Einar Hreinsson og Ólafur Rastrick ræða um Söguþing 2006 og norræna
sagnfræðingaþingið sem haldið verður í Reykjavík 2007.

Erla Hulda Halldórsdóttir kynnir norrænt kvennasöguþing sem gert er ráð
fyrir að halda í Reykjavík 2008.

Eins og sjá má er margt fram undan í fræðunum og eru allir hvattir til að
mæta á kynningarfundinn og heyra meira um þessa viðburði. Og þar sem
Eiðaráðstefnan 3.-5. júní stendur okkur næst í tíma skal vakin athygli á
því að skráning á hana stendur nú yfir. Dagskrá og allar nauðsynlegar
upplýsingar er að finna á heimasíðu Sagnfræðingafélags Íslands,
www.akademia.is/saga

Vart þarf að taka fram að Eiðar eru unaðsreitur og dagskráin fjölbreytt og
skemmtileg, með fræðsluferðum á Seyðisfjörð, að Skriðuklaustri og víðar.
Styrkir frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum þýða að tekist hefur að bjóða
mjög lágt ráðstefnugjald, sem inniheldur gistingu, ráðstefnuferðir og
morgun- og hádegismat. Allir eru vitaskuld hjartanlega velkomnir á
ráðstefnuna en upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu félagsins, eins
og áður segir. Auk þess veita skipuleggjendur ráðstefnunnar fúslega allar
frekari upplýsingar (Guðni Th. Jóhannesson, gudnith at hi.is, 895-2340,
Kristín Einarsdóttir, kriste at hi.is, 698-3105, Svavar Hávarðsson,
svavarha at simnet.is, 863-9323).

ReykjavíkurAkademían er til húsa í gamla JL-húsinu, Hringbraut 121.
Kynningarfundurinn verður á fjórðu hæð hússins, frá 12:05 til 13:00.



Guðni Th. Jóhannesson
Hugvísindastofnun/Centre for Research in the Humanities
Háskóli Íslands/University of Iceland
101 Reykjavík
ICELAND
Sími/tel: +354 525 4716
Farsími/mobile: +354 895 2340
Fax: +354 525 4410






More information about the Gandur mailing list