[Gandur] Söfnun og safnarar

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Mon May 2 15:25:13 BST 2005


ReykjavíkurAkademían vill minna á fyrirlestur undir yfirskriftinni "Söfnun
og safnarar - kerfisbundin eða ástríðufull söfnun" sem Guðbrandur
Benediktsson, sagn- og safnafræðingur heldur í kvöld, þann 2. maí kl. 20.
Fyrirlesturinn verður haldinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, og er
hinn fyrsti í fyrirlestraröð í tengslum við sýninguna Stefnumót við
safnara II.
Aðgangseyrir er 500 kr. og kaffi innifalið.

Í erindi sínu fjallar Guðbrandur almennt um þau fyrirbæri sem nefnast söfn
og sögu þeirra í stuttu máli. Hann nefnir nokkur atriði er varða íslensk
söfn og sér í lagi fjallar hann um þann þátt starfseminnar er snýr að
söfnun og hugmyndafræðina sem að baki býr.

Hann mun meðal annars fjalla um lög og siðareglur sem starfsfólk safna
skal vinna samkvæmt. Þá mun hann beina sjónum sínum að muninum á söfnun
einstaklinga annars vegar og stofnana hins vegar, og velta upp spurningum
hvernig ástríðufull söfnun safnara er frábrugðin kerfisbundinni söfnun
safnanna.

www.akademia.is




More information about the Gandur mailing list