[Gandur] Gönguferð

Aðalheiður Aðalheiður
Wed Jun 8 09:44:14 BST 2005


Kæra Gandlistafólk,

Enn er örlítill frestur til að skella sér í skemmtilega göngu með 
þjóðfræðinemum og styrkja með því Færeyjaferð þeirra í júlí nk.:

Nú er komið að því að hita upp fyrir sumarið.  Þjóðfræðinemendur sem
hyggja á ferð til Færeyja ætla að standa að gönguferð yfir Leggjarbrjót
sunnudaginn 12. júní.  Lagt verður af stað frá Odda kl:10:30 og keyrt sem
leið liggur áleiðis Miklubraut til Þingvalla.  Áætluð koma þangað er um
11:30 og þá verða gönguskór reimaðir fast og lagt af stað hina fornu leið
Leggjarbrjót sem liggur undir Botnsúlunum fögru.  Í byrjun leiðar er
álíðandi brekka, þá tekur við grýtt svæði og svo er brött brekka niður í
skógivaxinn Botnsdalinn þar sem hinn hái foss Glymur fellur niður.
Áætlaður tími í gönguna er um 4-5 tímar fer eftir orku leiðarfara. Þar sem
allur ágóði ef einhver verður fer í Færeyjaferð þjóðfræðinema mun gjaldið
verða 2.500 kr á fullorðna og 1.500 fyrir börn.  Greiða verður það gjald í
síðasta lagi 7. júní til að staðfesta vilja sinn (Reikningsnúmer
Þjóðbrókar er 137-26-17956, kt. 451089-1619).
Þess má geta að leiðin liggur í um 4-500 metra hæð og er hækkun um 300
metrar, mun minni en Esjan.  Vegalengdin er þó aðeins meiri.  Spræk börn
frá 9. ára aldri gætu væntanlega gengið þetta en það er þó
einstaklingsbundið.
Fólk verður að vera vel búið í góðum skóm og með regnfatnað auk nestis.
Ekki er lækur á leiðinni svo 1-2. lítrar af vatni er ekki vanþörf á auk
brauðsneiða, ekkert bakarí á leiðinni.
Þjóðfræðinemar eru þekktir fyrir að vera með báða skó aftur í grárri
forneskju og verða þeir væntanlega með þjóðsögur á takteinum.

Kveðja María



More information about the Gandur mailing list