[Gandur] Fyrirlestur Richard Stallman í dag

Sögusmiðjan sogusmidjan at strandir.is
Mon Jan 10 12:07:35 GMT 2005


Richard Stallman um höfundarétt og hugbúnað

Richard Stallman heldur tvo fyrirlestra hér á landi, þann 10. og 11. janúar 2005 í húsakynnum kennaraháskóla íslands. Stallman er fyrst og fremst þekktur sem upphafsmaður GNU verkefnisins og höfundur GNU almenningsleyfisins. Þetta leyfi er sérstök gerð notkunarleyfis fyrir hugbúnað sem gefur hverjum notanda rétt til að afrita, breyta, dreifa og selja eintök hugbúnaðar sem gefinn er út með þessu leyfi. Mörg algeng notendaforrit s.s. Mozilla Firefox vafrinn, OpenOffice.org skrifstofuvöndullinn og Linux stýrikerfið, eru gefin út með þessu sérstaka leyfi eða öðrum sambærilegum leyfum sem undanskilja notandann einkarétti höfundar og gefa honum nær ótakmarkað frelsi gagnvart hugbúnaðinum.

Richard Stallman hófst handa við skrif á GNU stýrikerfinu (sjá www.gnu.org) árið 1984. GNU stýrikerfið samanstendur eingöngu af frjálsum forritum: allir hafa frelsi til að afrita og dreifa því, ásamt því að breyta og bæta það eftir eigin þörfum. GNU/Linux kerfið samanstendur af GNU stýrikerfinu og Linux kjarnanum og er notað af tugmilljónum manna í dag. Stallman hefur hlotið ACM Grace Hopper viðurkenningu, MacArthur styrk, Electronic Frontier Foundation Pioneer viðurkenningu, og Takeda viðurkenningu fyrir störf í þágu samfélagsins. 
Staðsetning
Fyrirlestrarnir verða haldnir í Nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Nýbyggingin er við austurenda aðalbyggingarinnar og er númer fjögur á þessu korti. Inngangurinn er við norðurhliðina og snýr að bílastæðinu milli bygginga 6 og 7. Þegar þú kemur inn þá gengurðu til vinstri og síðan til hægri. Gakktu svo beint áfram og þú munt finna salinn "Skriða" í horninu. 

Dagskrá
Þann 10. janúar kl. 16.00 - 18.00 mun Stallman halda fyrirlestur um höfundarétt ("Copyright vs. community"). Húsið opnar kl. 15.30 og ræðan hefst um kl 16. Eftir framsöguna svarar Stallman spurningum. 

Copyright developed in the age of the printing press, and was designed to fit with the system of centralized copying imposed by the printing press. But the copyright system does not fit well with computer networks, and only draconian punishments can enforce it. 

The global corporations that profit from copyright are lobbying for draconian punishments, and to increase their copyright powers, while suppressing public access to technology. But if we seriously hope to serve the only legitimate purpose of copyright--to promote progress, for the benefit of the public--then we must make changes in the other direction. 


Þann 11. janúar kl 16.00 - 18.00 mun Stallman halda fyrirlestur um einkaleyfi ("The danger of software patents"). Húsið opnar kl. 15.30 og ræðan hefst um kl 16. Eftir framsöguna svarar Stallman spurningum. 

Richard Stallman will explain how software patents obstruct software development. Software patents are patents that cover software ideas. They restrict the development of software, so that every design decision brings a risk of getting sued. Patents in other fields restrict factories, but software patents restrict every computer user. Economic research shows that they even retard progress.



Sjá nánar á www.rglug.org/stallman.html 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050110/1d88198f/attachment.html


More information about the Gandur mailing list