[Gandur] Menning og lýðfræði á föstudaginn kl. 17:00

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Wed Feb 23 17:47:35 GMT 2005


Spjall um menningu og lýðræði
með Odd Are Berkaak, prófessor í  mannfræði við Oslóarháskóla

Föstudaginn 25. febrúar kl. 17:00 verður Odd Are Berkaak gestur í
fundarstofu ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu, Hringbraut 121 (4. hæð,
austan stigagangs).

Hann hyggst segja frá rannsóknum sínum á tónlist, menningu og lýðræði og
ræða um hvernig menningarstofnanir bregðast við áskorunum
fjölmenningarsamfélagsins og í hvaða mæli raddir nýrra minnihlutahópa fá
að hljóma í opinberri menningu.

Ekki er um formlegan fyrirlestur að ræða, heldur verður þetta frekar
óformlegur spjallfundur.

Odd Are Berkaak er m.a. sérfræðingur í félags- og fagurfræði tónlistar.
Hann hefur stundað rannsóknir í Noregi, Karíbahafinu, Sambíu og
Bandaríkjunum. Auk þess að kenna við mannfræðistofnun Oslóarháskóla, þá er
hann nú m.a. verkefnisstjóri fyrir uppbyggingu þjóðlaga-tónlistarhúss í
Noregi.



More information about the Gandur mailing list