[Gandur] ÞORRABLÓT ÞJÓÐBRÓKAR

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Wed Feb 2 15:48:11 GMT 2005



Heilir og Sælir Þjóðfræðingar !

Næst komandi laugardag 5. febrúar verður haldið þorrblót Þjóðbrókar. Okkur
í stjórn Þjóðbrókar fannst tilvalið að senda öllum nú verandi og verðandi
þjóðfræðingum boð um að koma og vera með.
Staðsetning er Hamraborg 7 í Kópavogi. Húsið opnar kl 18:30 og byrjar
dagskrá kl 19:00. Verðið er kostar 3000 fyrir skráða meðlimi Þjóðbrókar en
3500 fyrir aðra.

Miðar verða seldir frá 18:30 til 19:30 á laugardaginn og svo er hægt að
nálgast miða hjá Írisi Dögg sem hefur stjórn með Þorrablótinu þetta árið í
síma 824 6778 og á netfangi hennar idh at hi.is

Bjarni Harðar verður veislustjóri . Minni kvenna og karla verða flutt.
Fastir liðir eins og keppnin um besta botninn, dansinn, ásamt Helgu
danskennara sem hefur fylgt Þorrablóti Þjóðbrókar í að minnstakosti 15 ár
og hópsöngurinn verða á sínum stað. Happdrættisvinningar eru
ekki af verri endanum og því er til mikils að vinna.

Í ár fengum við tvo trúbadora í lið með okkur og ætla þeir að spila og
stjórna hópsöngnum og jafnvel spila undir dansi og spjalli seinna um
kvöldið. Þetta er aðeins brot af því sem koma skal og því um að gera að
missa ekki af þorrablótinu.

Við viljum minna á að bjór verður seldur ódýrt á blótinu og að eitt frítt
brennivínsstaup fylgir.

Endilega hafið samband sem fyrst, því, fyrstir koma fyrstir fá.

Kær kveðja Þjóðbrók






More information about the Gandur mailing list