[Gandur] Vetur

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Mon Aug 29 09:51:20 GMT 2005


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Vetur 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1360,28,8e1a4428fe9ff412fde9a8b52537fbb0


Vetur

Ný afsteypa eftir Ásmund Sveinsson fáanleg í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur



Listasafn Reykjavíkur hefur bætt nýjum dýrgrip í afsteypusafn Ásmundar Sveinssonar. Um er að ræða höggmyndina Vetur, sem Ásmundur gerði árið 1940. Vetur er hér sýndur í líki krjúpandi konu, en í þeim verkum þar sem myndefnið er sjálf náttúran samsamaði listamaðurinn iðulega viðfangsefnið konunni. Þannig myndgerði hann árið 1940 árstíðirnar fjórar sem konur, sem hver um sig túlkar vetur, sumar, vor og haust með látbragði sínu. 

Afsteypan er gerð í 150 númeruðum eintökum og ekki fyrirsjáanlegt að fleiri eintök verði gerð. Þegar hafa verið gerðar afsteypur af Vori og Hausti en báðar eru uppseldar.  Í byrjun næsta árs mun Listasafn Reykjavíkur gera afsteypu af Sumrinu sem einnig verður fáanleg í verslunum safnsins. 

Hæð afsteypunnar af  Vetri er 35 cm. og kostar hún kr. 40.000,-  Hún er fáanleg í öllum safnverslunum Listasafns Reykjavíkur; í Ásmundarsafni, Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Sjá hér aðrar afsteypur Ásmundar Sveinssonar sem fáanlegar eru í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur.

Kær kveðja, 
Soffía Karlsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur 
590-1200 /  820-1202




--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050829/9f15aa47/attachment.html


More information about the Gandur mailing list