[Gandur] Fw: Til Félags þjóðfræðinga: Boð á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum föstudaginn 22. október n.k.

Terry Gunnell terry at hi.is
Mon Oct 18 14:35:03 BST 2004


From: Margrét S. Björnsdóttir 
Sent: Monday, October 18, 2004 12:33 PM
Subject: Til Félags þjóðfræðinga: Boð á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum föstudaginn 22. október n.k.


Ágæti viðtakandi. 
Með þessu bréfi vil ég bjóða þér að sækja málstofur á rannsóknaráðstefnu félagsvísindanna föstudaginn 22. október nk. Að ráðstefnunni, sem er öllum opin endurgjaldslaust, standa félagsvísindadeild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. 
Til boða standa 28 sjálfstæðar málstofur, sem standa í 2 klst. hver, fyrirlesarar eru alls 111. Málstofurnar eru 15 í félagsvísindadeild einni og fyrirlesarar þaðan eru 66. Hægt er að sækja einstakar málstofur. Dagskráin fer öll fram í Lögbergi og Odda þennan dag, hefjast þær fyrstu kl. 9.00 og þeim síðustu lýkur kl. 17.00. 

Ég vil sérstaklega vekja athygli þína á þessari málstofu sem erindi á til allra sem hafa áhuga á þjóðfræði og mannfræði, þótt ég hvetji þig einnig til að skoða aðra dagskrárliði: 

Lögberg 201, kl. 13:00-15:00 Rannsóknir í þjóðfræði 
Valdimar Hafstein: Menningararfur - margbreytileiki og alþjóðapólitík 
Terry Gunnell: Íslenski sagnagrunnurinn 
Rósa Þorsteinsdóttur: Íslenskir sagnaþulir og ævintýrin þeirra 
Ingunn Ásdísardóttir: Ein eða tvær - hverjar eru þær? Eru ásynjurnar Frigg og Freyja af sömu rót eða ekki? 

Lögberg 201, kl. 11:00-13:00 Mannfræðileg sýn á íslenskt samfélag 
Adriana Josefina Binimelis Saez: The perception of forrested environments in Iceland 
Hallfríður Þórarinsdóttir: "Málsvari heimsósóma" 
Jónína Einarsdóttir: Meðferð mikilla fyrirbura: "Þessar ósvöruðu spurningar erfiðastar" 
Kristín Loftsdóttir: "Ég er ekki með kynþáttafordóma en......" Hugtakið kynþáttur og íslenskt samfélag 
Unnur Dís Skaptadóttir: Fjölmenning á ferð og flugi 


Dagskrána í heild, tímasetningar og staðsetningar, má skoða á vefslóðunum hér fyrir neðan. 
Allir fyrirlestrarnir koma út í bók sem til sölu verður á ráðstefnunni, þrjú bindi eitt frá hverri deild kr. 2000.- hvert, en 5.000.- kr. ef öll þrjú eru keypt. Hægt er að fá sendan reikning á stofnanir eða fyrirtæki. 

Með bestu kveðjum og von um að sjá þig nk. föstudag, 
fh. aðstandenda 
Margrét S. Björnsdóttir.

Dagskrá málstofa félagsvísindadeildar:         http://www2.hi.is/page/felvisdagskra
Dagskrá málstofalagadeildar:        http://www2.hi.is/page/lagadaksra
Dagskrá viðskipta- og hagfræðideildar:        http://www2.hi.is/page/vidhagfrdagskra

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20041018/449f1be0/attachment.html


More information about the Gandur mailing list