[Gandur] Ráðstefnu- og skemmtiferð á Stokkseyri - Enn er hægt að skrá sig

David Olafsson davidol at akademia.is
Fri May 21 12:27:42 BST 2004


Ágætu félagar.
Enn er hægt að skrá sig í árlega ráðstefnu- og skemmtiferð Sagnfræðingafélagsins og Félags Þjóðfræðinga. Að þessu sinni er um að ræða dagsferð á Stokkeyri og Eyrarbakka þar sem blandast saman áhugaverðir fyrirlestrar, fræðsla um sögu og menningu héraðsins, matur og skemmtun í góðum hópi. Dagskráin samanstendur af 11 fyrirlestrum, móttöku í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka og hátíðarkvöldverði auk þess sem ráðstefnugestum stendur til boða að skoða áhugaverða sýningu á Draugasetrinu á Stokkseyri. 
    Boðið er upp á rútuferð frá Nýja Garði kl. 8:30 og til baka að loknum hátíðarkvöldverði kl. 23:30. Þeir sem vilja notfæra sér rútuferðir milli Reykjavíkur og Stokkseyrar og taka þátt í kvöldverði geta skráð sig hjá undirrituðum í dag (8456573 / davidol at akademia.is). Að öðru leiti er ráðstefnan öllum opin og áheyrendum að kostnaðarlausu.
Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins, www.akademia.is/saga.

F.h. undirbúningshóps, Davíð Ólafsson
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20040521/42366c37/attachment.html


More information about the Gandur mailing list