[Gandur] Menning og mannlíf við ströndina - Landsbyggðarráðstefna 2004]

Kristin Einarsdottir kriste at hi.is
Sat May 15 09:33:27 BST 2004



MENNING OG MANNLÍF VIÐ STRÖNDINA

6. landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélag Íslands og Félags þjóðfræðinga
á Íslandi haldin á Stokkseyri og Eyrarbakka laugardaginn 22. maí

Líkt og undanfarin ár standa Félag þjóðfræðinga á Íslandi og
Sagnfræðingafélag Íslands fyrir ráðstefnu á vormánuðum utan
höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við heimamenn. Markmið slíkra ráðstefna
er m.a. að styrkja staðbundnar rannsóknir og miðlun á sviði sagnfræði,
þjóðfræði og annarra hug- og félagsvísinda, annars vegar með því að vekja
áhuga fræðimanna í Reykjavík á einstökum svæðum og hins vegar með því að
efla áhuga heimamanna á eigin sögu og menningu.

Að þessu sinni urðu Stokkseyri og Eyrarbakki fyrir valinu og eru
strandbyggðir suðurlands og lágsveitir Árnessýslu þar í brennidepli.
Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 22. maí og fer að mestu fram í
húsakynnum Draugasetursins á Stokkseyri. Dagskrá hefst kl. 9:30 með
opnunarfyrirlestri Valdimars Hafstein þjóðfræðings sem reifar
hugmyndafræði menningararfs í alþjóðlegu samhengi. Í kjölfarið fylgja 10
fyrirlestrar sem allir tengjast sögu og menningu svæðisins á einhvern hátt
og verður þar komið víða við.

Að fyrirlestum loknum liggur leiðin á Eyrarbakka þar sem forstöðumaður
Byggðasafns Árnesinga tekur á móti ráðstefnugestum í Húsinu og kynnir
safnið og sögu staðarins. Dagskránni lýkur að venju með hátíðarkvöldverði
í húsakynnum Draugasetursins þar sem veitingamenn Rauða hússins á
Eyrarbakka munu bera fram saltfiskveislu þar sem lögð er áhersla á
fjölbreytilega framsetningu. Kvöldmaturinn kostar 2500 krónur en í því er
einnig innifalin léttur hádegisverður. Bjarni Harðarson blaðamaður og
þjóðfræðinemi mun flytja tölu undir borðum. Að kvöldverði loknum gefst
gestum kostur á að skoða sýningu Draugasetursins og kostar það 1000 krónur
fyrir ráðastefnugesti.

Boðið verður upp á rútuferð á ráðstefnuna frá Reykjavík og kostar hún 1000
kr. Lagt verður af stað frá Nýja Garði stundvíslega kl. 8:30 og áætluð
heimkoma að loknum hátíðarkvöldverði rétt upp úr miðnætti.

Aðgangur að ráðstefnunni sjálfri er ókeypis og öllum heimill en þeir sem
hyggjast taka þátt í hátíðarkvöldverði eru beðnir um að skrá sig hjá Davíð
Ólafssyni (8456573/  <mailto:davidol at akademia.is> davidol at akademia.is) eða
Guðna Th. Jóhannessyni (  <mailto:xxx/gudnith at hi.is> gudnith at hi.is).
Dagskrá ráðstefnunnar er að finna í viðhengi.


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20040515/bd4a9da8/untitled-1-0001.html
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: =?iso-8859-1?Q?dagskr=E1_stokkseyrar.doc?=
Type: application/msword
Size: 25088 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20040515/bd4a9da8/iso-8859-1QdagskrE1_stokkseyrar-0001.dot


More information about the Gandur mailing list