[Gandur] Frá félagi um átjándu aldar fræði

Kristin Einarsdottir kriste at hi.is
Mon Feb 9 14:23:14 GMT 2004



Frá félagi um átjándu aldar fræði

Líf og list á átjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing laugardaginn 14. febrúar nk.
um líf og list á átjándu öld.
Málþingið er haldið í sal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð,
og hefst það kl. 13.00.

Eftirfarandi erindi verða flutt:

Árni Björnsson, doktor í menningarsögu:
Daglegt líf á 18. öld.

Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur:
„... listaneistinn í þeim skal ei deyðast.”
Erindi um myndlist á Íslandi á 18. öld.

Guðrún Ingólfsdóttir, bókmenntafræðingur:
 „Brjálaður er hann annaðhvert,/eður hann gjörir bögu.”
Um kveðskap Sigurðar Péturssonar sýslumanns.

Kaffihlé. Veitingar verða fáanlegar í veitingastofu Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð.

Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, framkvæmdastjóri
Hólarannsóknar:
Hólarannsóknin 2002­2007.
Saga biskupstólsins skrifuð í jörðina.

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur:
Klæðnaður og tíska á 18. öld.

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Stjórnandi málþingsins verður Þórunn Sigurðardóttir, íslenskufræðingur.

Málþinginu lýkur um kl. 16.30.

Öllum heimill ókeypis aðgangur.

                                                   Stjórnin


Starfið á fyrri helmingi ársins 2004

Málþing og hátíðarkvöldverður 17. apríl
Félag um átjándu aldar fræði var stofnað 9. apríl 1994. Í tilefni tíu ára
afmælis félagsins verður laugardaginn 17. apríl efnt til ráðstefnu um
stöðu rannsókna á sviði átjándu aldar fræða. Síðan verður
hátíðarkvöldverður í Viðeyjarstofu sem félagsmenn og gestir þeirra eiga
kost á að taka þátt í.

Sumarferð 2004
Athygli félagsmanna skal vakin á hinni árlegu sumarferð Félags um átjándu
aldar fræði sem verður farin laugardaginn 12. júní.
Að þessu sinni verður farin dagsferð um Reykjanesskaga.
Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, verður leiðsögumaður. Meðal viðkomustaða verða
þessir: Keflavík (Byggðasafn Reykjanesbæjar verður skoðað), Hvalsnes,
rústir Básendakaupstaðar (hann tók af í miklu sjávarflóði árið 1799),
Hafnir, Reykjanesviti, Grindavík, Selatangar (þar eru miklar minjar um
sjósókn á fyrri tíð), Herdísarvík (hús Einars Benediktssonar verður
skoðað) og Krýsuvík.

Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði
Vefnir  er  þverfaglegt tímarit á sviði átjándu aldar fræða. Það birtir
greinar um  sagnfræði, bókmenntir, málfræði, heimspeki, þjóðfræði og
búvísindi svo fátt eitt sé nefnt. Vefnir kemur ekki út í ákveðnum
tölublöðum, heldur ræðst birtingardagur af  því  hversu  ört  greinar
berast. Greinar eru auglýstar um leið og þær eru sendar á Netið.
Við bjóðum öllum þeim sem fást við átjándu aldar fræði að birta hér
greinar sínar.
Vefnir er ritrýnt tímarit en það felur í sér að allar greinar eru
yfirlesnar af sérfræðingum á viðkomandi sviði.

Félag um átjándu aldar fræði, veffang: www.akademia.is/18.oldin

Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði: www.bok.hi.is/vefnir





More information about the Gandur mailing list