[Gandur] fyrirlestur um ævintýri

kriste@hi.is kriste@hi.is
Mon, 17 Mar 2003 14:16:27 -0000 (GMT)


Athygli þjóðfræðinga, þjóðfræðinema og annarra áhugasamra er vakin á
fyrirlestri sem haldin verður fimmtudaginn 20. mars í Árnagarði stofu 301
kl. 17:15.
Þar mun Kristín Unnsteinsdóttir kynna doktorsritgerð sína sem hún varði
við University of East Anglia á síðasta ári – Ritgerðin fjallar um sígild
ævintýri og sögukonur,  hugmyndir barna um ævintýri og ævintýragerð barna.
Kristín túlkar ævintýri út frá kenningum greiningarsálfræðinga og
formgerðarsinna. Megintilgátan er sú að í ævintýrum og goðsögnum megi
finna sambærilegt mynstur og í því sem greiningarsálfræðingar kalla
einsömun sem byggir á samspili meðvitundar og dulvitundar.