[Gandur] Málþing um ævisögur

Rósa Þorsteinsdóttir rosat@hi.is
Wed, 26 Feb 2003 09:25:15 +0000


Næstkomandi laugardag, 1. mars, heldur Félag íslenskra fræða málþing um
ævisögur og sjálfsævisögur í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Málþingið
stendur frá morgni til kvölds; húsið verður opnað kl. 9.00 og fyrsti
fyrirlesturinn hefst kl. 9.30. Alls verða ellefu fyrirlestrar fluttir fram
til klukkan að verða fimm, en þá taka við pallborðsumræður. Þegar þeim
lýkur býður Reykjavíkurborg upp á léttar veitingar.

Dagskrá málþingsins fer hér á eftir.

Þátttökugjald er 1500 kr. og greiðist við innganginn. Athugið að því miður
er ekki hægt að taka við kortum.

Málþingið nýtur styrkja frá Háskóla Íslands, Eddu - útgáfu, o.fl.


---------------------------
ÆVISÖGUR OG SJÁLFSÆVISÖGUR
---------------------------
Málþing á vegum Félags íslenskra fræða
í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6
laugardaginn 1. mars 2003

9.00-9.30: Skráning

9.30-10.30: Bókmenntagreinarnar
Gunnþórunn Guðmundsdóttir: Ævisögur og sjálfsævisögur: Hugleiðing um
samband og samskipti systurgreina.
Ragnhildur Richter: Sjálfsævisagan til sjálfshjálpar.

10.30-10.45: Kaffihlé

10.45-11.45: Á mörkunum
Soffía Auður Birgisdóttir: Þórbergur setur Þórberg á svið. Um sjálfslýsingu
Þórbergs Þórðarsonar.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ævisaga: félagsvísindi og bókmenntir.

11.45-13.00: Matarhlé

13.00-14.30: Fyrri tíðar fólk
Ásdís Egilsdóttir: "Hinn innri maður". Biskupasögur og
einstaklingsskilningur miðalda.
Helga Kress: "Barneign Valda". Um stutta ævisögu Maríu Stephensen
(1883-1907), laundóttur Þorvalds Thoroddsen.
Steinunn Jóhannesdóttir: Leikkona setur sig á svið sögunnar.

14.30-14.45: Kaffihlé

14.45-16.45: Ævisögur skálda
Páll Valsson: Er hægt að skrifa ævisögur þjóðskálda? Glíman við Jónas og
Bjarna.
Kristján Jóhann Jónsson: Að styðja einn við Yggdrasil. Hugleiðingar um
undirbúning að ævisögu Gríms Thomsen.
Þórunn Valdimarsdóttir: Hvernig á ég að skrifa sögu Matthíasar
Jochumssonar? Hugleiðing um aðferðir og nálgun, öflun heimilda, úrvinnslu
og framsetningu.
Viðar Hreinsson: "Ekkert er algerlega dautt". Um samræðu, merkingu og tíma
í ævisögu Stephans G.

16.45-17.00: Kaffihlé

17.00-18.00: Pallborðsumræður
Þátttakendur: Ármann Jakobsson, Guðjón Friðriksson og Silja
Aðalsteinsdóttir. Umræðum stjórnar Dagný Kristjánsdóttir.

18.00-19.00: Léttar veitingar í boði Reykjavíkurborgar



-- 
This message has been scanned for viruses and
dangerous content by MailScanner, and is
believed to be clean.