<html>
<head>
<meta http-equiv="content-type" content="text/html; charset=ISO-8859-1">
</head>
<body text="#000000" bgcolor="#FFFFFF">
Dear All,
<br>
<br>
Tomorrow lunchtime we will have the joy of listening to Erla Dóra
talking about her masters project in Eastern Iceland. The talk will
be in English with an Icelandic slide-show, though many pictures are
promised! The abstract, in Icelandic, is included below.
<br>
<br>
The talk will begin at 12:15 in the 3rd floor meeting room and there
will be cake.
<br>
<br>
Ágrip:
<br>
Jarðgrunnur Breiðuvíkur austan Borgarfjarðar eystri hefur verið
kortlagður. Rannsóknarsvæðið spannar um 30 km2 og afmarkast af
Breiðuvík og fjallahring hennar: Sólarfjalli í suðaustri, Hvítserki
í suðvestri, Bálki í norðvestri og Grenmó í norðaustri. Jarðlögum í
norðurhlíð víkurinnar hallar inn í dalinn og er hallinn mestur, um
24° SV, yst og austast í Grenmó en eilítið norðvestar í
Víðidalsfjalli, nær hann allt að 33° SV. Sjá má þar í stáli hvernig
jarðlögunum byrjar að halla eins og um hjarir niður til suðvesturs.
Það sama er að segja sunnan til á svæðinu, en þar hallar Efrisléttum
líkt og um hjörulið mislægt undir flikruberg við Herjólfsvíkurvarp
um 28° NV. Utar í Herjólfsvík hallar jarðlögunum enn frekar, eða um
allt að 41° NNV. Frá suðvestri hallar ólivínþóleiítlögum um 14° NNA
undir Hvítserk. Þennan breytileika í jarðlagahalla má skýra með
öskjusigi þar sem miðja sigsins væri í Breiðuvíkinni sjálfri.
<br>
Norðan Herjólfsvíkur, í Sólarfjalli, og allt inn að Hvítafjalli eru
jarðlög nánast lárétt. Reyndar hallar neðstu lögunum í Sólarfjalli
um allt að 10° VNV og nokkur óregla er á striki og halla en óreglan
eyðist um mitt fjallið og hallar jarðlögunum þá einungis um 0-4°
VNV. Hér er líklegast um að ræða öskjufyllingu en þykk setlög neðst
í fjallinu benda til þess að nokkur tími hafi liðið milli gosa fyrst
eftir að askjan myndaðist. Í öskjuna hafa hlaðist upp um 400 m af
basískum, ísúrum og súrum hraunum. Mjög lítið er um setlög milli
þessara hraunlaga, að þeim neðstu frátöldum, og bendir það til
stöðugrar upphleðslu. Ofan á þessum hraunlögum liggur flikrubergslag
sem er megin uppistaðan í Hvítserk, Leirfjalli og Móhetti, og
spannar þykkt þess frá 140 til 300 m. Undir því má víða finna
steingerða og kolaða viðarbúta sem vitna til um goshlé áður en
eldský (pyroclastic flow) fór þar yfir. Flikrubergið er gegnumskorið
af fjölmörgum basaltgöngum og sillum og krýnt basalttúffi og
móbergi. Askjan hefur því ekki verið barmafull af flikruberginu
heldur myndast vatn efst í henni. Dýpi öskjunnar sjálfrar hefur því
verið meira en sem nemur 700 m áður en set, hraunlög og flikruberg
mynduðu öskjufyllingu.
<br>
Áberandi er hraungúllinn Hvítafjall sem líklega hefur verið með
fyrstu hraununum sem ruddu sér leið til yfirborðs eftir að askjan
myndaðist. Nokkrar samliggjandi ljósgrýtiseiningar mynda
fjallaröðina við Bálk en milli þeirra kroppa út basalthraunlög.
Hvort þær hafi komið upp á sprungu innan öskjunnar sem tengd var
ráðandi svæðisbundnu spennusviði í jarðskorpunni, frekar en á
öskjusprungunni er óljóst, enda hafa þessar jarðlagaeiningar mjög
ákveðna norðaustlæga stefnu sem er ríkjandi á Víknaslóðum. Líklegt
má telja að staðbundið spennusvið öskjunnar falli að einhverju leyti
saman við það svæðisbundna og að norðaustlæg stefna öskjusprungunnar
vestan Breiðuvíkur stjórnist af hinu síðarnefnda.
<br>
<br>
See you there!
<br>
<br>
The Folda Committee
<div class="moz-signature"><font color="black">
<small></small>
</font></div>
</body>
</html>