[Folda] Fwd: Vísindagangan (March for Science)

Deirdre Clark dec2 at hi.is
Tue Apr 18 14:38:33 GMT 2017


Information about the March for Science in Reykjavik this Saturday!
(English is below)

Facebook Event: https://www.facebook.com/events/608584169266237/

---------- Forwarded message ----------
From: Heida Maria Sigurdardottir <heidamaria at gmail.com>
Date: 2017-04-14 12:06 GMT+00:00
Subject: Vísindagangan (March for Science)
To:


Sæl nemendafélög HÍ.

Við erum að skipuleggja Vísindagönguna (March for Science) sem fer fram um
allan heim 22. apríl næstkomandi. Viljið þið vera svo væn að hvetja
félagsmenn ykkar til að mæta, enda algjörlega þeirra hagsmunir standa vörð
um vísindin?

Kær kveðja,
Heiða María

English summary: Can you please distribute this message to your members?

------------------------------------------------------------
--------------------------
Heida Maria Sigurdardottir, Ph.D.
Assistant Professor
Department of Psychology
University of Iceland
------------------------------------------------------------
--------------------------

Vísindaganga á Degi Jarðar í miðborg Reykjavíkur (English below)

- Stöndum vörð um vísindin!

Facebook-viðburður: https://www.facebook.com/events/608584169266237/

#vísindagangan <https://www.facebook.com/hashtag/v%C3%ADsindagangan>

Vísindagangan (e. March for Science) fer fram í miðbæ Reykjavíkur á Degi
Jarðar, laugardaginn 22. apríl kl. 13. Markmið göngunnar er að sýna
vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í
lýðræðislegu samfélagi. Efnt verður til fundar í Iðnó að lokinni göngu þar
sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vísindastarfi og vísindafólki.

Hugmyndin að Vísindagöngunni kviknaði meðal vísindafólks og áhugafólks um
vísindi í Bandaríkjunum í lok janúar en gengið verður til stuðnings
vísindum í Washington D.C. þann 22. apríl. Hugmyndin barst um heiminn og
til varð alþjóðahreyfing sem standa mun fyrir sams konar göngum víða um
lönd. Hér á landi standa vísindamenn og áhugafólk um vísindi fyrir göngunni.

Markmið hreyfingarinnar er meðal annars að vekja athygli á vísindum sem
einni af meginstoðum lýðræðislegs samfélags sem þjónar sameiginlegum
hagsmunum þjóða og stuðlar m.a. að upplýstum ákvörðunum í þágu almennings.

Vísindagangan fer fram í skugga þeirra breytinga sem hafa orðið á umhverfi
vísindamanna og vísindalegrar afstöðu við ákvarðanatöku í Bandaríkjunum frá
því að stjórn Donalds Trump tók við þar í landi í janúar. Stefnumörkun
nýrra valdhafa mun hafa víðtæk áhrif um allan heim og takmarka möguleika
vísindamanna til þess að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni og
uppgötvunum. Því horfumst við í augu við mögulega framtíð þar sem fólk
virðir ekki einungis vísindalega þekkingu að vettugi heldur reynir að
útiloka hana algerlega.

Vísindin eiga víðar undir högg að sækja en í Bandaríkjunum. Hér á landi
liggur fyrir fjármálaáætlun á vegum ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára
sem gerir ráð fyrir að háskólakerfið verði áfram fjársvelt og niðurskurði á
samkeppnissjóðum á næsta ári. Þá hefur fjölda fræði- og vísindamanna verið
sagt upp störfum í opinberum háskólum í Danmörku.

Í Vísindagöngunni er einnig ætlunin að fagna vísindunum, því hlutverki sem
þau hafa í lífi okkar allra og undirstrika nauðsyn þess að virða og hvetja
til rannsókna sem stuðla að auknum skilningi okkar á heiminum. Því þurfum
við að standa vörð um vísindin.

Áhugafólk um vísindi á öllum aldri er hvatt til að mæta í gönguna. Safnast
verður saman á Skólavörðuholti við styttuna að Leifi Eiríkssyni þaðan sem
gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti, eftir Austurstræti, yfir
Austurvöll og að Iðnó. Þar verður haldinn umræðufundur sem hefst á stuttum
erindum frá vísindafólki en þau munu fjalla um hættuna sem steðjar að
vísindunum í Bandaríkjunum og víðar og áhrif þess á umheiminn.

Framsögumenn verða:
Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston University
Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík

Fundarstjóri:
Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga

Nánari upplýsingar um gönguna eru á heimasíðu hreyfingarinnar: https://www.
marchforscience.com/
<https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.marchforscience.com%2F&h=ATMdXdlG3gthTpH55AtHDLsJMYD9QmYdJClrYkToJqss7cjzIQvw5lCPXGwxcifCB0jNvULobryBvUW--8hbnpAJILfsh6qxOTQ9YfdqJM_KAZAY2Jf0VxiP0pRilkbPeAM&enc=AZPe_RyjCDs6BUK59dYsjq9PWI_YWQe2EGqX-3692EfgRCa7jHjV8eIamZwoZ5timLI&s=1>


------
March for Science on Earth Day in downtown Reykjavik

-Science is worth fighting for!

The March for Science will be held in downtown Reykjavik on Earth Day April
22 at 1pm. The goal of the march is to support scientific freedom worldwide
and to celebrate science as a pillar of modern democratic society. The
March will end with a panel meeting to discuss challenges facing science
and scientists today.

The idea to organize a March for Science began among scientists and
supporters of science in USA in January 2017. The main March for Science
event will be held in Washington D.C. and are encouraging scientists and
supporters of science to host satellite marches worldwide. The idea to
simultaneously host the March for Science in as many locations as possible
on Earth Day April 22 is gaining momentum worldwide. In Iceland, a
coalition of scientists and science supporters have joined forces to
organize a March in Reykjavik.

The March for Science concept originated among scientists in USA as their
scientific freedoms were restricted when a new president came to power in
January 2017. The science policy of the Trump administration limits many
aspects of science including the fundamental rights of scientists to
communicate with society. Furthermore, limitations have been imposed on
what types of scientific inquiries are allowed to be pursued and the
government has greatly reduced the importance of evidence based decisions
in policy making. It is a real risk that scientific knowledge will be
erased from the political decision making process in the near future.

In Iceland, the major threat to the science community is financial
starvation. The new 5-year financial plan of the government maintains
underfunding of our Universities and plans to cut competitive research
funding for all sciences in 2018.

The March for Science will celebrate science and the role it plays in our
everyday life, including the importance of science as a tool to understand
the world we live in. That makes science worth fighting for.

You are all invited to join us in the March for Science, young and old. We
will begin the March in front of Hallgrímskirkja, walk Skólavörðustígur to
Bankastræti then Austurstræti across Austurvöllur to Iðnó where the panel
meeting will be hosted. At the panel meeting several scientists will
discuss the major challanges facing the science in USA and worldwide.

More information about the March for Science can be found at the webpage:
https://www.marchforscience.com/
<https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.marchforscience.com%2F&h=ATP-Z07ihAeu_HJJZ8fwl76L3IAddkNH5QR1DwuZlhSLl0yjbSj38qJG537t6mhB89WLcXPD9XNVsVfbnKRVELST_PmZpdLLXheJewrnw2HD6i9zu1geldxZKQrUGEdHKZ0&enc=AZNgcsemrfutlWyCyYQDkGtVxrg_9DnREPZOLo4z-hAwXRS-V0YZc849ZWI1cbew_rM&s=1>

#vísindagangan <https://www.facebook.com/hashtag/v%C3%ADsindagangan>






-- 
Deirdre Clark, PhD Research Fellow
University of Iceland | Háskóli Íslands
Institute of Earth Sciences
Sturlugata 7, Askja, Room 235
101 Reykjavík, Iceland

+354 525 4275 (Office)
+354 690 5745 (Mobile)
dec2 at hi.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20170418/b933daf7/attachment.html>


More information about the Folda mailing list