[Folda] Á döfinni - Þorraþing, norrænt þing og öskuþing!
Veðurfræðifélagið .
vedurfraedifelagid at gmail.com
Mon Jan 16 10:49:44 GMT 2012
Góðan dag
Veðurfræðifélagið vill minna á þrjú veðurþing:
----------------------------
Þorraþing
Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett þriðjudaginn 14. febrúar
2012, kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16.
Óskað er eftir erindum fyrir þingið. Frekari upplýsingar eru birtar
hér: "http://vedur.org/".
----------------------------
Öskuþing
Á morgun, þriðjudaginn 17. janúar, verður haldin málstofa um öskumál í
Orkugarði að Grensásvegi 9. Málstofan hefst kl. 9 og er opin öllum á
meðan húsrúm leyfir en aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar eru
birtar hér: "http://www.hi.is/vidburdir/measurements_and_simulation_of_volcanic_ash_for_civil_aviation".
---------------------------
Norrænt veðurfræðingaþing
Danska veðurfræðifélagið mun halda norrænt veðurfræðingaþing í
Kaupmannahöfn snemmsumars, frá mánudegi til föstudags 4.-8. júní.
Frekari upplýsingar berast innan tíðar og þar með upplýsingar um
skráningarfrest. Ljóst er þó að megin efnistök þingsins munu lúta að:
veðurfræði á norðurhjara, haffræði og veðurfar, loftgæði, áhrif sólar
á veðurfar, eldgos og veður, miðlun veðurupplýsinga og hlutverk
spáveðurfræðingsins í nánustu framtíð.
---------------------------
Kveðja,
Hálfdán, Guðrún Nína og Sibylle
More information about the Folda
mailing list