[Folda] Þorraþing og aðalfundur Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið . vedurfraedifelagid at gmail.com
Thu Jan 5 08:39:13 GMT 2012


Veðurfræðifélagið auglýsir þorraþing sitt sem haldið verður
þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi
í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og
Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu er tengjast
veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2
mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á
„vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Jafnframt væri skemmtilegt að fá
eina áhugaverða mynd úr hverju erindi fyrir auglýsingu og dagskrá
þingsins.

Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn kl.
16:15 á sama stað.

Kveðja,
Guðrún Nína, Hálfdán og Sibylle


More information about the Folda mailing list