[Folda] FW: Laust starf við Jarðvísindastofnun Háskólans: Binding kolefnis í bergi. Staða doktorsnema í jarðefnafræði

Sigurður sigrg at raunvis.hi.is
Tue Apr 3 16:55:10 GMT 2012


 

Doktorsnemi við Jarðvísindastofnun Háskólans



Jarðvísindastofnun Háskólans auglýsir eftir doktorsnema í verkefnið Binding
kolefnis í bergi (carbfix.com).  Aðalleiðbeinandi er Sigurður Reynir
Gíslason.

Verkefnið Carbfix
Í tilraunaverkefninu á Hellisheiði ætlar hópur vísindamanna og verkfræðinga
að fanga koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breyta því í stein.
Koltvíoxíðið verður leyst  í vatni undir töluverðum þrýstingi og kolsýrða
vatninu dælt í jarðlög á rúmlega 500 m dýpi í Þrengslum sunnan við
Hellisheiðarvirkjun.  Kolsýruvatnið er hvarfgjarnt, þ.e. það leysir efni
eins og t.d. kalsíum, magnesíum og járn tiltölulega hratt úr berginu.  Með
sýringunni er leysingu bergsins hraðað.  Þegar styrkur þessara efna er
orðinn nægjanlegur í vatninu ganga þau í efnasamband við koltvíoxíðið og
falla út sem föst efni, steindir. Þar með er koltvíoxíðið bundið og getur
verið stöðugt þar í milljónir ára.  

Hæfniskröfur
Doktorsneminn þarf að hafa lokið meistaraprófi í jarðfræði eða efnafræði.

Markmið
Doktorsneminn mun taka þátt í að þróa sýnatöku- og efnagreiningaraðferðir
til þess að sýna fram á bindingu koltvíoxíðs í bergi á Hellisheiði. Hann mun
einnig taka þátt í norrænu samstarfsverkefni
(sintef.no/Projectweb/NORDICCS/Objectives/)  þar sem meta á hversu mikið
kolefni er hægt að binda í bergi norrænu landanna.  
Doktorsverkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og norrænum sjóðum.
Laun eru samkv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi
stéttarfélags.

 

Upplýsingar og umsóknarfrestur

Upplýsingar um starfið veitir Magnús Birgisson skrifstofustjóri
Jarðvísindastofnunar í síma 525 4492 og netfangi  <mailto:magnusb at hi.is>
magnusb at hi.is .
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og ráðið verður í starfið frá 1. júní 2012.


Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, birtum greinum og
rannsóknaráhuga auk meðmæla skulu sendar til starfsmannasviðs Háskóla
Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið
<mailto:starfsumsoknir at hi.is> starfsumsoknir at hi.is. Öllum umsóknum verður
svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur
verið tekin. 

 

 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20120403/f777024c/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Laust starf við Jarðvísindastofnun Háskólans 2012 (carbfix).docx
Type: application/octet-stream
Size: 15278 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20120403/f777024c/attachment-0001.obj 


More information about the Folda mailing list