[Folda] Haustþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið . vedurfraedifelagid at gmail.com
Wed Sep 7 11:48:33 GMT 2011


Góðan dag

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt þriðjudaginn 18. október 2011.
 Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9
og slitið kl. 16.  Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem
áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustþingið.  Að þessu
sinni er sérstaklega óskað eftir erindum sem falla að efninu: „veður
og orka“, en sem fyrr eru þó öll erindi sem tengjast veðri og
veðurfari einnig velkomin.  Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk
2 mínútna til spurninga.  Senda þarf titil og stuttan útdrátt á
„vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.  Við tökum jafnframt gjarnan við
einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá
þingsins.

Bestu kveðjur frá stjórn Veðurfræðifélagsins,
Guðrún Nína, Hálfdán og Sibylle


More information about the Folda mailing list