[Folda] Ný bók um nútíma vísindi handa börnum og fullorðnum

Snæbjörn Guðmundsson sng2 at hi.is
Fri Nov 4 11:51:04 GMT 2011


Fyrir skömmu kom út bókin Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af
Vísindavefnum um eldgos.

Bókinni er sérstaklega ætlað að kynna nútíma vísindi fyrir börnum á
öllum aldri. Hún er myndskreytt af Þórarni Má Baldurssyni og eiga
myndirnar að höfða sérstaklega til krakka og unglinga. Þórarinn Már er
meðal annars kunnur fyrir bækurnar um Maxímús Músíkús.

Í tilefni af útgáfunni er efnt til myndlistarsýningar í Tröð, sem er
gangurinn á milli Háskólatorgs og Gimlis. Þar geta gestir og gangandi
skoðað vatnslitamyndir Þórarins úr bókinni. Sýningin er opin allan
nóvembermánuð.

Á meðan á myndlistarsýningunni stendur er bókin seld á sérstöku
tilboðsverði í Bóksölu stúdenta.

Bókina er einnig hægt að nálgast í vefverslun Forlagsins:

http://www.forlagid.is/?p=584152
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: af_hverju_gjosa_fjoll.jpg
Type: image/jpeg
Size: 125689 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20111104/4432806c/attachment-0001.jpg 


More information about the Folda mailing list